Ljósberinn - 07.01.1928, Side 5
LJÖSBERINN
3
skilur málshætti verður að vitrari um
margt pað, sem hann á að gera og ekki
að gera, hverju honum beri að keppa
eftir og hvað hann eigi að forðast.
Málshættirnir eru orðperlur, sem hrot-
ið hafa af vörum spekinga á hugsjóna-
og hugsanasviði, og síðan fágast. og
meitlast á tungu ijóðelskra raanna, sem
vel hafa kunriað að fara með »móður-
málið mitt góða, hið mjúka og ríka«.
I'eir menn eru auðugri eftir, sem auðn-
ast að finna pessar perlur og höndla og
færa sér í nyt.
Einn af okkar ágætismönnum, sem
hin illa norn, nautnasýkin — tóbaks-
og áfengisnautnin — lagði í gröíina á
ungum aldri, sýndi eitt sinn fram á í
erindi um »ljóð í mæltu máli«, að pað
er hægt að hafa yfir heilar bögur án
pess að pær pekkist, pegar pær eru
nógu alpýðlegar«. Málshættirnir eru
meðal sannananna fyrir pessu.
Nú með pví að eg hygg, að einhverj-
um, fleiri eða færri, af ykkur, lesendum
Ljósberans, fari líkt og mér, að hafa
gaman af málsháttum og að pið getið,
eins og eg hefi gert, lært ekki svo lítið
fyrir lífið af inálsháttunum, ])á ætla eg
að senda ykkur í blaðinu smátt og
smátt dálítið af málsháttum úr safni
mínu, er eg viðaði að mér á unglings-
árunum meðan eg gerði dálítiö verulega
að pví, »að fara í málsháttaleik« með
félögum mínum.
Kannske eg biðji Ljósberann fyrir
lýsingu af leiknum til ykkar, — hann
er mjög skemtilegur, pegar búið er að
æfa liarin vel, en okki fyrri, og at'ar-
hávaðalaus, — pegar pið eruð búin að
læra dálítið marga málshætti til að nota
í leiknum.
Alt er pá prent er.
Árla skal sá rísa, sem gull vill í götu
finna.
Að leyna fundi, er að líkjast pjóf.
Á ilt veit, pá ofarlega klæjar.
Betra er seint en aldrei.
Brent barn forðast eldinn.
Betri er krókur en kelda.
Ber er liver að baki, nema sér bróð-
ur eigi.
Dygð er gulli dýrmætari.
Drjúg eru morgunverkin.
Dramb er falli næst,
Dettur ei sá, sem Drottinn leiðir.
(Meira). Rg. I)f.
Síðari páttur.
Reykjavík! Petta eina orð nægði til
pess að koma stúlkunum, sem höfðu
verið allra sjóveikastar á 2. farrými
strandferðaskipsins, til pess að reisa
höfuðið frá koddanum og gægjast út
um litla, kringlótta gluggann. Pröngur
skipsklefinn hafði verið óaflátanleg vist-
arvera peirra að undanförnu, óralangan
tíma, fanst peim, af pví að sjóveikin er
hörð í horn að taka, og nú brauzt saina
spurningin út af vörum peirra allra:
»Erum við nærri kominV — 0, hamingj-
unni sé lof!«
Pað var enginn uppgerðar feginleiki,
sem stílaði lofgerð til hamingjunnar aö
lokinni sjóferð í stirðri haustveðráttu,
og pótt margir væru fölir að yfirlitum
í hópnum, sem ruddist að borðstokknum