Ljósberinn - 25.02.1928, Blaðsíða 8
C>4
LJÖSBERINN
I'ctta erum við l>;i komin. Fyrsti áfang-
inn var í barminum á sjálfum okkur;
annar áfanginn á heimilinu, Jiar sem
vaggan okkar var, sá firiðji á heimili
hreppsfélagsins; fjórði á heimili sýslu-
félagsins og nú erum við að skygnast
inn á þjóðfélagsheimilið.
Ekkert hjarta, heimili, hreppur né
sýsla getur að öllu leyti verið útaf fyrir
sig, pjóðfélagið kemst pó einna lengst í
pví efni og eru pví pó takmörk sett.
Vagga þjóðfélagsins okkar er Island,
sem er eyland úti í reginhafi, langt frá
öðrum löndum. Hið kalda norðuríshaf
snertir nyrzta tanga pess, aunars er pað
umvafið Átlantshafinu, sem ber pví volg-
an straum sunnan frá hitabeltinu, pví
ella mundi pað gaddfrjósa í helgreipum
heimskautsísanna. Við sem byggjum
pett-a land heitum Islendingar, og pjóð-
félagið okkar J>ví íslenzkt pjóðfélag, —
Áður en við föruin að skoða landið, er
gott að kynna sér helztu drættina í
pjóðfélagsháttunum. Pað munum við
gera í næsta blaði Ljósberans, og taka
okkur svo ferð á héndur til ýmsra
merkustu og fegurstu áfanganna, sem
okkar ástkæra fósturjörð hefir átt og á
í barmi sínum.
Búskaparpula.
Skúli lioppar hýr á brá
um hlaðið úti til og frá,
ofan túnið, út að hól,
undir honum fann hann skjól,
þar liann vildi byggja ból
í brekkunni mót hlýrri sól.
Og búslóð vildi hann eiga alla
á við stærstu bóndakarla,
liann stórhuga að honum var
og vildi færa út kvíarnar.
Hann hesta marga hafði að tölu
og hundrað stykki af sauðavölu,
leggi, kjálka, horn og hringlur
og hnoðinn leir í brauð og kringlur,
gelgjur, fyrir gafla og skeiðar
og glerbrot undir matarleyfar,
og alt í röð og reglu var
hjá ráðskonunni, er hafði hann par.
Systir hatis, hún litia Lára,
líklega bráðum níu ára,
lmgsaði um iieimilið
og hafði á öllu bezta sníð.
Hún dugleg jafnan vildi vera
að verkunum, sem purfti að gera.,
vorullina við að tæta
og vinnufötin peirra að bæta
og meðan litla ljósið brann,
lopann sinn hún teygði og spann.
Ef pau seinna búa bæði,
búast má við lengra kvæði,
ef hann fær konu, og hún fær mann,
og hver veit nær pað verða kann.
Guðrún Jóhannsdóttir,
frá Brautarliolti.
Nokkrir skulda ennpá hér í bænurn
fyrir síðastl. ár, einn eða fleiri ársfjórð-
unga. Pær skuldir verða eklci innheimt-
ar með 1. ársfj. p. árs, heldur eru þeir
beðnir að koma á afgreiðsluna og borga
þessar eldri skuldir j>ar.
©» <■* n ð©8ÖO©0©ö©®9ÖO#8Si@@®@0O©8íú;
(D ID
8 K. F. U. M. $
n ©
n n n.lnm n n,;n;.:n-n n n;
Á morgun:
KI. 10 Sunnudagaskólinn.
— 2 V.-D. (Drengir 7—10 ára).
— 4 Y.-D. (Drengir 10—13 ára).
— 6 U.-D. (Piltar 14—17 ára).
Talaðu fyrir Ljósberanum við vini pína.
Útgefandi: Bókaverzlunin Emaus - Prentsm. Ljósberans.,