Ljósberinn


Ljósberinn - 22.06.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 22.06.1929, Blaðsíða 3
LJÖSBERINN 179 Afmælisveizla. Frú Ellert stóð stundarkorn við glugg- ann og horfði á eftir Jóa, pegar hann gekk ofán stíginn eftir garðinum út á götuna. »Drengurinn er einstaklega geðugur«, sagði hún upphátt við sjálfa sig. Ég vildi að ég gæti gert honum einhvern greiða«. — »Heyrðu, Óli minn«, sagði hún við son sinn, sem stóð við hliðina á henni. »Yiltu ekki bjóða honum á af- mælinu pinu?« Óli var verulega fús til pess, og fá- um dögum síðar, þegar hann sá til Jóa út uin gluggann, flýtti hann sér til hans og bauð honum í afmælisvéizluna. Jói tók boðinu fremur fálega, en Óli litli hætti ekki fyr en Jói var búinn að lofa að koina. Jóa var auðsjáanloga allmikið niðri fyrir, pegar hann kom heim, og þegar Malla gamla spurði hann liálf óttaslegin, livað hefði komið fyrir liann, sagði hann henni fréttirnar, og fanst gömlu kon- unni allmikið til peirra koma. »Eg kalla að ^hann geri vel til þín, drengurinn bláókunnugur«, sagði hún, »pó aldrei nema að pú gerðir honum greiða, petta lilýtur að vera bezta fólk. l’aö er sjáll'sagt að pú farir, Jói minn, en mér þykir verst livað peysan pín er orðin Ijót, olnbogarnir á henni eru svo snjáðir; buxurnar pínar læt ég vera, pær geta vel dugað, pó pær séu bættar, ég var svo heppin að eiga líkt efni í bót- ina, — ég sé reyndar hvað ég gæti gert, svo að pú sért ekki öllu ver til fara en hinir drengirnir, pví auðvitað verða fleiri drengir en pú í boðinu, — ég gæti tínt saman band-afganga og prjónað pér nýja peysu«. Og gamla konan lét ekki sitja við orðin ein, hún tók þegar til starfa. Jói sofnaði um kvöldið út frá marrinu í prjónavélinni, og honum pótti pað álíka hátíðlegt eins og þegar kirkjuklukkurn- ar hringdu inn jólin. En Jói var samt ekki áhyggjulaus út af boðinu. I’ó hann væri algerlega óvan- ur þessliáttar meðlæti, að vera boðinn i afmælisveizlur, pá hafði hann eitthvert liugboð um að þangað kæmu menn ekki tómhentir, hann vissi að pað voru til afmælisgjaíir, og „spurningin var: Hvað gat hann gefið Óla litla í afmælisgjöf? Hann leitaði fram og aftur í huga sín- um, en komst ekki að neinni niðurstöðu um hið eríiða áhyggjuefni sitt. — Óli átti auðvitað birgðir af allskonar leik- föngum, og hverju átti Jói að bæta við hann? Iiann fór að ryfja upp hvað hann liefði séð í leikfanga búðargluggunum, þar kendi margra grasa, og þar hefði mátt velja fallega muni, sem Óla hefði líklega pótt gaman að eiga, en pað var alt svo dýrt. Jóa var óinögulegt að kaupa pað, pó að hann ætti örfáar krón- ur í kistuhandraðanum. Hann hafði eign- ast pær fyrir smásmininga og ætlaði sér að verja peim til ritfangakaupa. Jói var sem sé all-leikinn í dráttlist, og hafði fært sér vel í nyt tilsögii kennara síns í skólanum; hann varði tómstundum sínuin oft til þess að draga upp myndir, og sinti pví lítið, pó að fóstra lians teldi honum annað parfara, »pú verður hvort sem er ekki neinn listamaður, góðurinn«, sagði gamla konan góðlátlega, eins og hennar var vandi. En fyrir bragðið átti Jói ekki allfáar

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.