Ljósberinn


Ljósberinn - 10.08.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 10.08.1929, Blaðsíða 7
239 LJOSBErINN Helgidagurinn. Helgi Drottins dagur! dýrðarsunna þín eins og guðdóms ásján upprennandi skín; er sem opnist himinn, er sem bæn og náð mætíst milli skýja, morgun gyllir láð; bergmáls blíð um dali berast klukkna hljóð, en i hæðura óma engla sólarljóð. (Stgr. Th.) -----»><S> <«-- Mamma hefir beðið fyrir mér. Sagan, sem hér fer á eftir, gerðist á Englandi árið 1861. í flóa þeim er kendur er við Hartle- pool strönduðu áttatíu skip í ofsaroki, sem skall á fram með ströndunum. Þegar ofviðrið var sem mest, straod- aði frítt, tvímastrað skip, er »Sólarupp- koma« hét á flúð einni mílu vegar frá landi öðru ruegin í flóanum. Skipið sökk og siglutopparnir einir stóðu upp úr brot- sjónuin. Björgunarbátar voru þegar sett- ir á flot, spipverjum til hjálpar; sem hengu upp í siglutrjánum. En ekki pótti pó fært að hjálpa veslings mönnunum með öðru móti en að skjóta björgunar- kaðli með púðurflugu út til þeirra. En í sömu svipan og púðurflugurnar putu af stað, hvarf sýnum síðara siglutréð. Bjögunarmönnum pótti petta sárt og drógu til sín kaðalinn aftur, en fundu pó, að eitthvað pungt hékk við hann. Að fám mínútum liðnum drógu peir skips- drenginn á land, örendan, að pví er sýnd- ist. Yoru óðara gerðar lífgunartilraunir og innan skamins raknaði veslings dreng- urinn við aftur. Hann skimaði í kringum sig, alveg steinhissa; engan pekti hann af vinun- um mörgu, sem nú sýndu honum alla blíðu. Og peir reistu hann á fætur. »Ilvar er ég?« spurði drengurinn fiski- mann, sem stóð hjá honum, og leit fram- an í hann veðurbarinn og mórauðan. »Pú ert hjá okkur og úr allri hættu, drengur minn«, svaraði fiskimaður. »Hvar er skipstjórinn?« »Druknaður, drengur minn«. »Og stýrimaðurinn?« »Sömuleiðis«. »Og skipsverjarnir?« »Peir eru allir druknaðir, elsku dreng- urinn minn, pú einn hefir komist lífs af«. Drengurinn stóð nú stundarkorn altek- inn af geðshræringu, en síðan hrópaði hann hárri röddu: »Mamma mín hefir beðið fyrir mér«. Síðan kraup hann á kné og brá grát- andi höndunum fyrir andlit sér. Drengurinn var nú leiddur heim í næsta hús og síðan sendur til Norð- ymbralands til móður sinnar. ------*xsx*>---- r Olíkur engli. Prédikari nokkur kom að húsi einu síðla kvelds og baðst næturgistingar. Hann tuggði tóbak og sóðalegir svartir tóbakslækir runnu niður úr báðum munn- vikunum niður fyrir höku. Húsmóðirin leit á hann rannsakandi augum, pví hún pekti hann ekki, og eftir augnabliks íhugun neitaði hún ' beiðni mannsins.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.