Ljósberinn - 10.08.1929, Blaðsíða 1
yDsber*
_________ .... .;..¦.. ' ., ';¦ , :,. . . ... ,..,:.•..-. . . .. ,
"*ai> k^ma til mín eg kariiiíb þeím þai> ehí
i>í cfð sltkum Ijejjrív Quðs víki til.
IX. árg.
Reykjavík, 10. ágúst 1929.
30. tbl.
Yerið óhræddí
Smakkið og sjáið, hve Drottinn
er góður; sæll er sá maður, sem
leitar hælis hjá honum.
Pað var Davíð hinn ungi konungur
Israelsmanna. Hafið þið ekki heyrt eða
lesið, hvenig Guð hjálpaði honum, af
því að Davíð treysti honum og engum
öðrum. En Davíð lét sér ekki nægja að
heyra, hvað Guð hefði gert fyrir aðra,
heldur leitaði hælis hjá Drotni og reyndi
þ.að sjálfur, hvað hann var góður.
Einu sinni vildi barnakennari gera
börnum sínum áþreifanlega skilj"anlegt,
hvað fólgið væri í þessum ofangreindu
orðum Davíðs.
Hann helti pá dálitlu af hvítu dufti á
undirskál og lét hana svo berast milli
barnanna til pess að láta þau smakka
á því og segja, hvað það væri.
Fyrsti drengurinn leit á það, og þótt-
ist óðara sjá, að það væri salt, en ekki
smakkaði hann á því. Hið sama héldu
öll hin börnin, þangað til röðin kom að
síðasta og yngsta drengnum í bekknum.
Hann lét sér ekki nægja að líta á duft-
ið, heldur vildi hann láta álit sitt í ljósi
af eigin reynd, tók því lítið eitt af duft-
inu milli fingra sér og smakkaði á því.
l?á sagði hann: »IDetta er sykur!«
Pessi drengur fór skynsamlega að ráði
sínu, því að þó greindur geti stundum
nærri, þá veit þó reyndur betur. \
Kæru börn! Farið eins að í andlegum
skilningi. Látið ykkur ekki nægja að
heyra aðra segja, hvað Drottinn sé, held-
ur reynið þið hann sjálf. Leitið hælis
hjá honum, með því að biðja hann með
barnslegri trú með ykkar eigin orðum
og þá mun hann gefa ykkur vegna Jesú,
það sem þið biðjið hann og þá eruð þið
sjálf búin að reyna, hvað Guð er góður.
Ef aðrir segja, að hann sé það ekki, og
það sé ekki til neins að biðja hann nokk-
urs, þá vitið þið af eigin reynd, að það
er ekki satt. Og þá eruð þið sælustu
börn í heimi. Pá líðið þið engan skort,
eins og Davíð segir, þá farið þið einskis
góðs á mis.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður,
þín gæzka og miskun aldrei dvín,
frá lífl minnar móður
var mér æ nálæg aðstoð þín.
Lærið þetta vers.