Ljósberinn


Ljósberinn - 28.09.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 28.09.1929, Blaðsíða 7
LJÓ SBERINN 295 »Ertu eini hermaðurinn á móti öllum Indíánunum?« »Já, en ég get pað líka. Ég lem í lierðarnar á þeim og þá eru þeir hand- teknir«, sagði Ib irieð ákefð. »Ert þú í launsátri fyrir þeim hérna?« »Peir eiga nú fyrst og fremst að fá tóm til að fela sig. Yiltu ekki gá út, afi, og vita, hvort þú sér þá ekki?« Pral rak höfuðið út með varúð, en sá ekkert. Hann sá bara stóran frcsskött sitjandi á girðjngunni, sem var umhverfis litla aldingarðinn. »Nei, ég sé engan«, hvíslaði hann til Ib. Ib hallaði þá höfðinu aftur á bak og hrópaði svo að undir tók: »Svona — komið þið nú! Nú ert þú hermaður, afi, en ég hershöfðinginn«, sagði Ib alvarlegur í bragði. »Og þú þarft ekki að vera hræddur við Indíán- ana. Ég skal hjálpa þér, ef þeir elta okkur. Svona, nú byrjum viö«. Pral rendi nú í svip huganum yfír allt, sem hann átti af hendi að inna. Allt í einu fann hann að lítilli hlýrri hendi var rent inn í lófa hans og heyrir hvísl- að að sér: »Komið þá hermenn!« Og læknirinn gamli læddist út á eftir hers- höfðingjanum um hliðið. (Sjá fyrri mynd). Garðurinn var auður. Kötturinn lá og horfði í ljósið. »Eigum við að fara gegnum skógaiia«, hvíslaði Ib. »Ég held við verðum að gera það«, svöruðu hermennirnir. »En þeir eru lík- lega heldur niðri við fljótið og hafa falið sig i bambusrunnunum. En við för- um nú fyrst gegnum skógana. En gættu þín, þarna liggur tígrisdýr!« Peir námu staðar og virtu óttaslegnir fyrir sér tígrisinn, sem lá þarna á girð- ingunni og sleikti á sér lappirnar. Hershöfðinginn hóf upp byssuna, mið- aði og — hleypti af. Plaffiff, puffiff, bang! — Kötturinn varð skelkaður við smellinn og stökk niður af garðinum og flýði niður í kjall- aradyrnar. »VeI er nú miðað«, hvíslaði hershöfð- inginn. »Nú dragnast hann inn í holuna sína til að deyja. Áfram, áfram!« Peir brutust nú gegnum skóginn, en Indíánana villtu sáu þeir hvergi. »Peir eru þá víst uiður við fljótið«. »Já, komdu, ég held ég viti, hvar þeir eru«, svaraði hershöfðinginn, »þeir eru víst niðri í þvottakjallaranum. Peir eru allt af vanir að ldaupa þangað«. Peir hlupu nú ofan hjallaraþrepin og skygndust inn í myrkrið og það stóð heima — á bak við þvottaketilinn sáu þeir Rauðskinnana. Peir æptu voðalegt heróp á sinn hátt og þegar í stað sló í bardaga. Litlu síðar var hringt upp hjá frú Pral. Og þegar hún gekk út til að ljúka upp, þá leit hún dauðskelkuð á gamla tengdaföður sinn, allan útataðan með Ib ríðandi á herðum sér og Kurt og Óla við hlið sér. »Hérna eru nú drengirnir þínir«, sagði hann og broti við. »Mér fannst ég verða að dvelja hérna stundarkorn til að líta vitund eftir þeim«. »0, mamma!« hrópaði Ib ofan af lierð- unum á afa sínurn. »En hvað við höfum leikið ágætlega — en hvað ég er nú soltinn«. Pegar nú bæði Indíánar og hermenn höfðu fengið nægju sína, þá áttu nú þeir Kurt, Óli og Ib að fara að hátta, Pað er nú svo daglegur viðburður, en í þetta sinn varð hann reglulega hátíðleg- ur og gerðist ekki alveg hljóðlega. En þegar þeir voru nú loksins hátt- aðir allir, þá settist Pral gamli þreyttur og þjakaður á rúmbríkina hjá Ib og sagði minningar frá drengjaleikjum sín- um, sem legið höfðu árum sainan í huga hans sjálfs.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.