Ljósberinn


Ljósberinn - 28.09.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 28.09.1929, Blaðsíða 8
296 LJOSBERINN Hann sagði og sagði sögurnar, þang- að til liann heyrði allt. í einu að öll herdeildin var steinsofnuð. Haustmerki. Marglit blóinin blöðin fella, breyting tímans allt er háð, sólin geislum hættir hella heitum yfir sæ og láð. Fuglar undan frosti’ og hríðum flúnir eru í hlýrri lönd; syngja hátt í himni víðum, hörð þar engin reira bönd. Aftur pegar sól og sumar sveipar vora fósturjörð, fuglaskarinn fagur brunar fram með lof og pakkargjörð. Blessuð sumarblómin hneigja blíð og auðmjúk höfuð sín; eins vill önd mín bljúg sig beygja í bæn og von, minn Guð, til pín. Hallar æfi, hausta tekur, héla dauðans leggst á mig. Nær ínig eilíft vorið vekur vil ég, lofa Drottinn, pig. Gudjón Pálsson. ----—mXSX—----- Skrifarinn. Maður nokkur beiddi annan mann að skrifa bréf fyrir sig. Skrifarinn mælti: »Ég get fmð ekki. pví nð mér er illt í fæti«. »Ég ætla ekki að senda pig neitt«, sagði maðurinn, »svo pú parft, ekki pess vegna að teljast undan pví«. »Þú hefir rétt að mæla«. mælti skrif- arinn, »en ég skal segja pér nokkuð: í hvert skifti sem ég skrifa bréf fyrir ein- hvern, pá er ég á eftir sóttur til að lesa pað, [)ví að enginn annar getur lesið skriftina mína«. Felumynd. Hvar er samferðamaður minn? Bústaðaskifti. Peir kaupendur Ljósberans, seiri bú- staðaskifti hafa í haust, eru hérmeð áminntir um að láta vita hvert peir flytja. Sími 1200. Fallegar glansmyndir fást í E m a u s. Látið það berast, að nýir kaupendur að L j ó s b e r a n u m fyrir árið 1930 fá blaðið gefins frá 1. okt. til áramóta. Par í fallegt jólabiað. Prent.am. .TónR I7.elgaaonAr.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.