Ljósberinn


Ljósberinn - 28.09.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 28.09.1929, Blaðsíða 1
yoöberín ¦""¦"TjgÉPB*"""'*;' '..-^ . +%?sús sqg&i': Srét^ftc pj^r'niinmn —¦** a& komaýil minégbuntiíb þeimþ,a%eklfl f*t>í ctV slikuvn Ijejffíp LjuSs ríki\.luf. IX. árg. Reykjavík 28. sept. 1929. 37. tbl. Einn dagur án bænar. »Einn dagur án bænar bakar' sálu minni tjón«. ftúbínstein, píanóleikarinn frægi var einu sinni spurður, hvort honum, svo leiknum, sem hann væri, væri nokkur pörf á að æfa sig á hljóðfærin. Þá svaraði hann: »Ef ég læt einn dag líða hjá, pá tek ég eftir pví sjálfur; ef ég léti tvo daga líða hjá, pá tækju vinir mínir eftir því; ef ég léti þrjá daga líða hjá svo að ég æfði mig ekki, þá tækju allir áheyrend- urnir eftir því«. Margir eru peir kristnir menn, sem eru sljóir í pessum efnum.' Péir hætta að leita sér nýrra krafta til að lifa, með pví að biðja Guð ekki daglega. Börnunum veitir létt að biðja — biðja með barnslegu trúnaðartrausti. Pessvegna pykir Jesú svo vænt um börnin. Og við sem eldri erum, eigum allt af að vera börn í pessum skilningi. Bænin má aldrei deyja af vörum okkar, pví pá er sam- bandinu slitið við Guð. Enginn dagur æfl okkar má líða svo, að við ekki töl- um við föður okkar á himnum og Við »bróðurinn bezta« og »barnavininn mesta«. Við kunnum víst öll fallega versið eftir Hallgrím Pétursson: »Bænin má aldrei bresta þig, búin er hætta margvísleg, pá lif og sál er lúið og þjáð lykill er hún að Drottíns náð«. -»><»<— Saga af krypplingi Villi litli hugsaði með sér: »Bókin sú arna er skemtileg. Ég vil nú heldur vera heima og lesa í henni en að fara í sunnudagaskólann og hlusta á pað, sem hann Sveinn talar«. Og svo settist hann niður og fór að lesa skemtilegustu söguna í bókinni. Pá kallaði mamma hans: »Villi, nú er kominn skólatími og mál að fara. Ég ætla að fara með pér í sunnudaga- skólann í dag«. »Eg vil nú helzt vera heima«, sagði Villi og skotraði augunum til móður sinnar, pó að hann mætti nú varla vera að pví; hann var svo sokkinn niður í söguua. Mamma hans kom nú inn til hans og leit á hann hrygg í bragði, og fór svo af stað í skólann.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.