Ljósberinn - 01.09.1939, Side 16

Ljósberinn - 01.09.1939, Side 16
208 LJÓSBERINN gerast«, kvað við úr öllu,m áttum. öll sam- koman. og herra Duncan biðu nú rannsókn- arinnar með mestu eftirvæntingu. Þegar Forster kom aftur va.r hann næsta alvar- legur á svipinn. Hann gekk til friðdómar- ana og mælti með hárri röddu, svo að allir viðstaddir máttu heyra: »Það hefi.r verið stolið frá mér að minnsta, kosti 40 dölum. Þú verður að leyfa, það, Duncan, að þræll þinn sé rannsak- aður«. »Það er s.jálfsa.gt«, var allt, sem frið- dómarinn sagði. Hann leit út eins og hann væri jafn þrumu lostinn. yfir þjófnaðará- burðinum á Lénharð, eins og hann sjálf- ur, og leit föstu og rannsakandi augnaráði á son sinn, rétt eins og grunur hans gengi í allti aðra átt. Benjamín stóðst ekki augnaráð föður síns, e,n horfði á Lénharð, s,em varð allt í einu náfölur, þegar hann hugsaði til pen- inganna, sem ha.nn bar á sér. Forster sá einnig hrÆðslusvipinn á Lénharði, og rnælti með drembilegum sigurhreim í röddinni: »Ég hugsa, að við finnum peningana mína,. Eplið fellur ekki langt frá eijdnni«. Nú va.rð andlit Lénharðs eins rjótt og það hafði áður verið fölt. Augu hans skutu eldingum og hann mælti hörkulega: »Hvað eigið þér við með þessu?« Herra Forstcr brosti hæðnislega, og svar- aði hægt, í semingslegum nistandi, rómi; »Ég á við ha,nn fcður þinn, þorparinn þinn.. Þetta negra-kvikindi hefir stolið fra mér þúsundum. Og nú hefir þú erft hand- iðn hans«. Hann hafði varla lokið við síðasta orðið, þegar Lénharður greip fyrir kverkar hon- um. Þessi svörgujslegi náugi fálmaði með báðum, höndum út í lbftið, riðaði og steypt- ist síðan þunglega til jarðar og dró Lén- harð með sér í fallinu. Það var með hinum mestu erfi,ðismun- um að loks tókst, a.ð slíta hinn sárreiða, ungl- ing af fjandmanni hans. En þegar því var lokið og hann stóð þarna móður og másandi, og var haldið með föstum tökum af ein- um karlmannanna í gestahópnum, fann ha,nn til unaðar og gleði og honum létti í skapi yfir því að hafa getað hrakið fjand- mann sinn og hefnt sín á honum. Hann sá að Forster var reistur á fætur og rykio burstað af honum. Andlit stórbónda þessa, s,em venj.ulega var nokkuð rautt og þrútið, hafði nú fengið grænleitan eða bládökk- an blæ, eftir hin sterklegu átök Lénha'rð- ar. Hann virtist ennfremur all-mikið ringl- aður og varð að láta, fallast niður á bekk einn og virtist næsta sljór og meðvitund- arlítiU. Friðdómarinn talaði dálítið við hann, en sneri, sér síðan frá honum og mælti: »Fyr,st, og fremst verður að láta, rann- saka þrælinn«. Lénharður benti á brjóstið á sér. »Ég hefx 50 dali á mér. En þeir eru ekki Sitolnir. Þeir eru mín lögmæt eign«. »Hvaða skröksaga er nú þetta aftur?« spurði f riðdómarinn. »Þegar ég keypti þig, áttirðu ekki grænan eyri. Hvaðan hefirðu fengið þéssa peninga,?« Lénharður, sem, ekki ga.t skýrt frá öllu eins og það var, nema að korna upp um Sammy, svaraði einungis;: »Það get ég" ekki, sagt — en peningarnir eru einungis gulldalir. Eru það þesskonar peningar, sern sitolið hefir 'verið frá herra Forster? Og þeir eru saumaðir í belti. Það gætu þeir ekki verið, ef þeim hefði veri.ð stolið nú á stu,ndinni«. Hvaö gekk að herra Duncan? Þessi æfði friðdómari kenndi bersýnijega, einhvers lasleika, því jafnvel, í þessu óskíra ljósi, sem, var í garðinum, gat Lénharður séð, að hann fölnaði. En ha.nn harkaði brátt af sér, ruddist fram á meðal gestanna, sem stóðu umhverfis, og kallaði: »Sam,my!« Þrælafógetinn kom undir eips í Ijósmál. Iiann hafði áreiðanlega, ve,rið þarna nær- staddur. »Sammy«, skipaði dómarinn, »taktu þenna, — þenna unga náunga með þér, og láttu ha,nn í fangelsi«.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.