Ljósberinn


Ljósberinn - 11.03.1933, Side 2

Ljósberinn - 11.03.1933, Side 2
50 LJÖSBÉRÍNN Þorlákur biskup varð ekki gamall maður. Hann dó 1655, 58 ára oo; bafði verið virtur og vel metinn alla sína daga fyrir guðhræðslu sína, alúð og sam- viskusemi í öllu. B. J. -------------- Polum ilt Krists vegna. (Sunndagaskólinn 12. marz 1933). Texti: Mark. 6, 14—29. Minnisvers: 1. Pét. 3, 14 a. En þótt þér skylduð liða ilt fyrir réttlætis sakir, þá eruð þér sælir. Sagan, sem þið heyrið í dag, er ein af hinum mörgu hræðilegu sögum um mannvonzkuna um liatrið. Jóhannes segir Heródesi konungi af- dráttarlaust til syndanna, og þá rætt- ist á drotningu hans, sem konungur hafði rænt frá Filippusi bróður sín- um, að sannleikanum verður hver sár- reiðastur. Hún fékk það heiftarhatur á Jóhannesi, að konungur lét háls- höggva hann að hennar ráðum. Jesús sagði mönnum til syndanna. Vegna þess lögðu óvinir hans hatur á hann og létu krossfesta hann saklaus- an. Hann sagði einu sinni við bræður sína: »Ekki getur heimurinn hatað yð- ur, en mig hatar hann, af því að ég vitna um hann, að verk hans eru vond.« Þetta sagði hann af því, að bræður hans trúðu þá ekki á hann; þeir til- heyrðu þá heiminum. Jesús sýndi með dæmi sínu, að læri- sveinar hans eiga að segja sannleik- ann og þola ilt hans vegna. Og sæll er hver sá, sem fylgir dæmi hans. Hann hefir sjálfur sagt: »Sœlir eruð pér, þá er menn atyrða yður og ofsækja og tala Ijúgandi alt ilt um yður mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yður eru mikil í himnunumx ........................* | BARNALJÓÐ vj j ......................... Gaman er með létta lund að leika sér um dagsins stund, og vera ætíð gegn og góður og gleðja föður sinn og móður. Indælt er um aftanstund að eiga barnsins hreinu lund, og biðja sinnar bœnar hljóður: »Blessa þú mig, Jesús góðúr.« Guðrún Jóhannsdóttir, frá Brautarliolti. Segjum altaf satt og fylgjum Jesú, hvað sem það kann að kosta, til þess að við förum ekki á mis við þá sælu, sem Jesús hefir lofað okkur. Hlýðum áminningu postulans: Tökum spámenn Drottins til fyrirmyndar um það, að líða ilt með þolinmæði. Jóhann- es var einn af þeim spámönnum. Sami postulinn, sem segir: »Þér er- uð sælir, þótt þér skylduð líða ilt Krists vegna«, vissi ekki í fyrstu, að þetta væri vegur til sælu. Munið þið ekki eftir, þegar hann brá sverðinu Jesú til varnar og Jesús sagði við hann: »Slíðra þú sverð þitt!« Hann átti að þola ilt með Jesú, og fela Guði málefni sitt, enda sagði hann síðar í sama bréfinu, sem minnisversið er tekið úr: »Þeir, sem þola ilt að vilja Guðs, Krists vegna, skyldu fela sálir sínar á hendur hin- um trúa skapara, og halda áfram að gera hið góða.« Og þessari reglu fylgdi hann, alt frá hvítasunnudeginum mikla, þegar krafturinn af hæðum, andinn heilagi, kom yfir hann, og til þess, er hann var krossfestur í Rómaborg á gamals aldri — K ris t s v egna.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.