Ljósberinn


Ljósberinn - 27.05.1933, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 27.05.1933, Blaðsíða 2
138 LJOSBEKINN Systkinin á skemtigöngu. Lag: Nú ertu horfin björt og blíð. Við göngum saman, systir kær, á sumarfógrum grundum, og mót oss andar ilmsæll blcer frá anganbirkis lundum. Við erum ein-s og laufið létt ■í litla hvamminn tökum sprett og blómakerfi bindum hjá bakkafö'grum lindum. Við setjumst niður, syngjum dátt um sólskinveðrið blíða og blómin, sem í allri átt vort œskuleiksvið prýða; í eyrum leikur lóukvak við loftandvarans andartak; á þrastasönginn þýða oss þijkir yncli að hlýða. B. J. Hjálpfýsi kattarins. I sveitaþorpinu Bradford-on-Avon er lítill köttur, sem hefir vakið eftirtekt fyrir hjálp- fýsi. Hann hefir svo mikla tilhneigíngu til að hjálpa bágstöddum köttum. Einn dag sáu menn, að kisa kom með hungr- aðann flækingskött inn um bakdyrnar, og stóö hjá, sýnilega ánægð, meðan aðkomukötturinn át það, sem henni sjálfri var ætlað. 1 annað skifti kom hún með annan kött, hvítan og svartan að lit, heim og lét hann matast með sér, fór svo með hann upp í hægindastól við arininn, þar sem hún sjálf var vön að sofa. Varð nú húsfreyjan, sem átti þennan góð- sama kött, 1 meira lagi hissa, þegar hún sá tvo ketti í hægindastólnum í stað eins. Og hún tók einnig eftir þvi, að þó veður væri heldur gott þetta kvöid, þá breyttist það svo þessa nótt, að steypiregn dundi yfir og með því ofsa stormur. Gat það verið, að heima- kötturinn hefði fundið á sér hvaða veður var i aðsigi, - eins og skepnur stundum gera — og þess vegna aumkvast yfir ókunna kött- inn, sem ónærgætnir eigendur höfðu skilið eftii' úti, er þeir sjálfir fóru burt i skemti- ferð? Svo virtist i þáð minsta. Það er aumt til þess að vita, hve margt fólk gleymir algerlega þessum litlu húsdýrum sínum, köttunum, þegar það fer í skemti- ferðir. Þessi litli, hjálpfúsi köttur, sem var að lið- sinna bágstöddum nágrönnum sínum, gaf með þessu gott eftirdæmi. Annar ungur köttur var í sama þorpinu, ekki alls ólikur hinum. Hann undi því ekki að vera einn síns liðs. Hann hafði verið sá eini af fimm ketlingum, sem var látinn lifa. Hann sóttist alt af eftir samneyti við lítinn kött, sem átti ekki gott hjá húsbændum sin- um, kom með hann heim til sin, lofaði hon- um að éta með sér, lét hann svo elta sig upp á loft og upp i rúm húsbóndans, þar sem hann sjálfur var vanur að sofa á dag- inn, og svo sváfu þeir þar báðir. Getur naut sýnt Yitsmunir Á Skotlandi, ekki langt frá Laggan, bjó bóndi nokkur. Hann átti naut, sem var á beit með kúnum. Drengur einn var látinn gæta kúnna, svo þær færu ekki i akur, sem þar var rétt hjá. Hafði hann langa svipu í hendi sér, til að lumbra á þeim með, ef þær færu I akurinn. Átti með því að kenna þeim, að leggja ekki leið sina i forboðinn reit. Boli tók eftir þvi, að kýr hans voru barð- ar i hvert skifti og þær fðru þangað, og virt- ist honum líka það miður. Boli hafði eng- in horn, en hann virtist hugsa sem svo: »£:g á að annast skyldulið mitt. Ég vil ekki að drengir séu að berja kýr mínar.« Hann tók nú að gæta þeirra vandlega sjálfur, og þó hann hornlaus væri, þá barði hann í þær með hörðum skallanum, ef þær gerðu svo mikið sem að snúa i áttina til akursins, og kæmist einhver þeirra á leiðina þangað, þá fór hann í veg fyrir hana og sneri á mðti henni svo illúðlega, að hún þorði ekki að fara lengra. Hann fékk líka viðurkenningu fyrir hyggindi sin og atorku, þvi þar að kom, að honum var svo vel trúað fyrir að áminna kýrnar um ráð- venani, að drengsins þótti ekki lengur þurfa t.il að gæta þeirra, svo að hann var látinn gera annað, en nautið látið gæta kúnna. ------------------

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.