Ljósberinn


Ljósberinn - 27.05.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 27.05.1933, Blaðsíða 4
14t LJÖSBERINN svuntuvasa sinn, þar sem herbergislyk- illinn var. »Ekki svo þér vitið!« endurtók frúin og horfði hvössum augum á Soffíu, sem stóð niðurlút og rjóð andspænis henni. »Ég' kalla það skrítið svar. Hver ætti að vita hvernig barninu líður, ef ekki þér? Eða voruð þér ekki hjá henni, eins og' ég sagði yður?« »Mikil undur, jú!« svaraði Soffía. »Eg kom bara niður til að leggja á borðið. Ég fer upp til hennar aftur — ef — ef þér viljið.« »Það er óþarfi,« svaraði frúin. »Úi" því hún er sofnuð, þarf ekki að.vera hjá henni. Ég lít heldur upp til henn- ar, aumingjans.« Soffía tók viðbragð. — Veitti frú Steinvör því eftirtekt, hvað henni varð bilt við? »Var hún ósköp úrill, þegar hún sofn- aði, litla skinnið?« spurði frúin enn- fremur, dálítið mýkri í máli. »Ég hálf vorkendi henni. En það er nú svona, . það má til með að sýna börnunum al- vöru, svo að þau læri að hlýða.« »Hún er ekki óhlýðin, litla elskan,« svaraði Soffía lágt, með viðkvæmri rödd. »Hún gerði sér að góðu að fara að sofa, þó að önnur —« »Sjálfsagt eru margir krakkar verri en hún,« tók frúin fram í fyrir henni. »En Rúnu hættir við að gleyma sér; hún veit, að ég vil ekki hafa hana með hinum og öðrum krökkum, og þó sækist hún eftir því. Rúna litla verð- ur að taka orð mín til greina. -— Vant- ar nú ekkert á borðið hjá yður, Soffía? Ég hugsa kannske, að sýslumaðurinn komi með gesti í kvöldmatinn.« Frú Steinvör gekk að borðinu og leit á það með sannkölluðum vandlætingar- svip strangrar húsmóður. »Eggjabikararnir — vatnskaraflan — hvað er þetta — stúlka - - það vant- ar svo margt á borðið hjá yður. Og servietturnar eru mjög illa brotnar, svona megið þér ekki kasta höndum að verki yðar, Soffía,« sagði frúin. »Lag- færið }iér nú þetta, en ég skrepp upp til Rúnu litlu á meðan, hún bauð mér ekki góða nótt í kvöld, litla greyið, ég kann ekki við annað en að sjá hana. áður en ég geng til hvílu.« Frh. ----•-«>«!*-•-- Jesús. Frá sjálfum mér ég flíáð fœ og fundið skjól hjá Jesú. Ö, hvílík náð, um eilíf ár nú á ég stað lijá Jesú. Hið eina háa mark og mið, sem mæni ég á, er Jesús. Og öllmn segi ég sögu pá — frá sekt mig leysti Jesús. B. J. Alsrerig'ustii nöfnin. Fyrir nokkrum árum hét tíundi hver mað- ur hér á landi Jón, fjórtándi hver Guðmundur og tuttugasti hver Siguiðui’. Af kvenfólki hét tæplega tíunda hver manneskja Guðrún, tólfta hver Sigi'íður og tuttugasta hver Krístín. Bl'éfdúfur. Þær eru sérstakt kyn af dúfum, sem hafa þá einkennilegu náttúru, að þær flýta sér heim í húsið, sem þær eru fæddar og uppaldar i, séu þær fluttar eitthvað að heiman. Petta nota menn sér og láta þær bera bréf, binda þau oftast samanbögluð við eina stélfjöðrina. Ekki er hægt að láta bréfdúfu fara nema eitt: heim til sín. Af því leiðir, að ekki er hægt að senda skeyti með bréfdúfu út á skip, sem er á ferð, þó hægt sé að senda bréfdúfuskeyti frá skipum til lands. Koinið fljótt aftur.« Dóiuari: »Hvernig gat yður dottið í hug að fara að brjótast tvisvar inn I sömu búð- ina með stuttu mi 11 ibi 1 i?« ÁRærði: »Það var mjog eðlilegt að ég gerði það, því að yfir dyrunum stóðu með stóru letri orðin: »Komið fljótt aftur!« og ég vildi ekki óhiýðnast því.« Tilkynnið bústaðaskifti! Prentsmiðja Jóns Helgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.