Ljósberinn


Ljósberinn - 15.07.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 15.07.1933, Blaðsíða 5
L JÖSBERINN 193 »Branda, ég skal baða Jng, bursta á þér kroppinn. Skaltu síðan skola mig, skúra halatoppinn.« Þetta gerðu þessar tvær þrifaskepnur saman. Vinur beztu voru þær. Var það ekki gaman? Eins og Skjalda ættum við upp á góðu að finna, eins og Branda leggja lið. —* Ljúft er gott að vinna. kápu með hárauða sólhlíf yfir sér, en frú Steiney á undan henni. Stúlkan kastaði kveðju ,á Jóhannes um leið og' hann opnaði vagndyrnar, en lét sem hún sæi hann þó ekki. Pau Matta og Pétur voru ekki annað en bert loftið í aug- um hennar. Matta kendi einskonar meðaumkvun- ar með móður sinni; hún stóð nú þarna svo fátæklega til fara; hún var blátt áfram brjóstumkennanleg í bláröndótta kjólnum sínum, sem hún hafði ofið efn- ið í. Sann stakk svo hræðilega í stúf við silkidreglana á flosuppbrotunum á kápu litlu, fínu hefðarstúlkunnar og hvítu fjaðrirnar á hattinum hennar. Möttu furðaði blátt áfram á jþví, að móðir hennar skyldi þúa þessa fínu gesti og- tala við þá blátt áfram og feimnislaust. »Jóhannes, ber þú dótið hans Gústafs og farðu með hann sjálfan upp á kvist- herbergið; svo skal ég koma ejálf inn- an stundar og líta eftir, hvernig þið hafið búið um ykkur. En þú, Matta, verður að hagræða henni Þyri þg sýna henni hólfin í dragkistunni, þau, sem hún megi hafa og sýna henni líka, hvar rúmið hennar standi í svefnher- berg'inu.« En sjálf hjálpaði hún Pétri til að rogast inn með stóru ferðakisturnar og settist síðan hjá frú Steiney á litla grænmálaða trébekkinn úti á veggsvöl- unum. Það var legubekkurinn hennar. »Á ég að vera hérna?« ípurði Þyri

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.