Ljósberinn


Ljósberinn - 15.07.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 15.07.1933, Blaðsíða 6
194 LJOSBERINN dauðskelkuð, þegar hún kom inn í svefn- herbergið. Pað var bæði stórt og bjart; en húsgögnin voru fátækleg, rúmin hvítmáluð og gólfábreiðurnar heima- unnar. Svona var það ekki fátæklegt í stúlknaherberginu heima hjá henni. Matta var búin að sópa og prýða á allan hátt og setja inn fjölda af blóm- um, og fanst nú alt vera orðið svo fínt og snyrtilegt, að konungurinn sjálfur gleddist af að búa þar. En þegar hún heyrði Pyrí segja þetta, þá blóðroðnaði hún og táraðist; en hún byrgði tárin og' gagði einarðlega: »Já, en hérna áttu líka að sofa.« »En hvar eigum við að lesa og leika á hljóðfæri og taka á móti heimsækj- endum?« Matta vissi ekki almennilega í fyrstu, hverju hún átti að svara svona hlá- legri spurningu; en svo herti hún upp hugann og svaraði. »1 dagstofunni og' á veggsvölunum;« en hún sá svo greinilega á svip Þyrí, að henni fanst þetta líkt og hún hefði svarað: »1 kjallaranum og í eldiviðar- byrginu!« Pyrí lyfti brúnum og hrukkaði nefið. »En fötin mín hvað á ég að gera af þeim?« »Pú mátt hafa þessi hólf í dragkist- unni, sem stendur hérna.« Matta botn- aði ekki í, hvaðan hún fékk djörfung til að þúa eða nefna þessa ungfrú og kalla hana blátt áfram Þyrí, því að þegar hún var búin að færa hana úr káp- unni, þá kom í ljós, að hún var í kjól úr rauðri ull og flosi, skreyttur bönd- um og legg'ingum. »Á ég að geyma þau í þessum hólf- skríflum! Og svo er fult upp af fín- um munum í ferðakistunum mínum. Línið mitt getur ekki einu sinni verið þarna já, það er skemtilegt þetta, eða hitt þó heldur. En kjólarnir mín- ir — hvar eiga þeir að vera, því að ég býst ekki við, að ég eigi að hnoða þeim ofan í dragkistuhólfin!« »Nei, þeir geta hangið hérna. Ég get farið með kjólana okkar Maju upp á loftið,« sagði Matta og opnaði með sig- urfögnuði hurðina að klæðaskápnum, þar sem bleirauðu kjólarnir þeirra hengu og' voru svo fínir og snyrtilegir. »Hvers vegna eiga þessir tveir kjól- ar að hanga þarna?« spurði Pyrí for- vitnislega. »Af því að þetta er klæðaskápurinr; okkar, og við göngum aldrei í kjólum, nema á sunnudögum.« »En hvar hafið þið þá hina kjólana ykkar?« »Við erum í þeim, auðvitað. En vinnu- kjólana okkar höfum við í skápnum á ganginum.« Þyrí hló að þessu svo hjartanlega, að nærri lá að Matta færi að hlæja líka, þrátt fyrir alla sorgina og niðurlæging- una. »Eg get ekki annað en hlegið,« sagði Þyrí og hló í sífellu, »þú svarar mér svo skringilega, þegar ég spyr, hvar þú hafir hin fötin þín.« »Já, en það er eins og ég segi, ég er í þeim,« svaraði Matta, og skildi ekki, hvernig Pyrí gat fundist það skringi- legt, þó hún svaraði þessu. Nú sást framan í, Maju hlæjandi i dyragættinni; það var hláturinn, sem heillaði hana þangað. Pyrí stóð og laut höfði niður að blómsturskál og reyndi að halda niðri í sér hlátrinum, því að hún fann, að hér var hann ekki vel viðeigandi. Maju fanst Þyrí bjóða svo góðan þokka og gekk inn ófeilin. »Góðan daginn,« sagði hún dræmt og hálfefablandin, eins og hún væri að velta fyrir sér, hvaða álfadrotning þetta væri. Pyrí sneri sér við. »Hver ert þú, litla telpa?« spurði hún.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.