Ljósberinn


Ljósberinn - 09.09.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 09.09.1933, Blaðsíða 4
256 LJÖSBERINN handtösku, sem Rúna litla hafði gefio henni í afmælisgjöf. Hún lét þar hár- greiðuna sína, handþurku, sápustykki og náttkjólinn sinn. Loks stakk hún myndinni af Rúnu, vandlega vafðri innan í silkivasaklút, í eitt töskuhólfið. Stúlkan hló ekki lengur. Hún horfði stórum augum á Soffíu, og var ekki trútt um að ótti skini úr augum hennar. »1 alvöru að tala, Soffía,« sagði hún. »Hvernig stendur á þessu? Ertu að fara eitthvað í burtu?« »Eg býst helzt við því,« svaraði Soffía með hægð, og í svo raunalegum róm, að stúlkunni gekst hugur við. »Hvert ætlarðu?« spurði hún. Soffía svaraði ekki alveg strax. Og hverju átti hún að svara? Hún, sem vissi það ekki einu sinni sjálf, hvert hún ætlaði. »Hvert ætlarðu, Soffía?« spurði stúlk- an aftur og gekk feti nær henni. »Ég veit það eig'inlega ekki, Lilla mín,« svaraði Soffía í hálfum hljóðum. »Þú veizt það. þá ekki einu sinni sjálf!« hrópaði stúlkan, og skelti á lær- ið um leið. »Hver ætli viti það þá! Nei, Soffía, góða bezta, láttu nú ekki eins og þú sért ekki með sjálfri þér! Segðu mér heldur eins og er, manneskja. — Hvert ertu að fara?« »Eg er búin að segja þér það,« svar- aði Soffía dræmt. »Ég veit ekkert hvert ég fer.« »Hamingjan hjálpi mér!« hrópaði Lilla og fórnaði upp höndunum. »Þú ert eitthvað verri, Soffía!« Soffía gat ekki varist því að brosa að ákefðinni í Lillu,. en brosið var of- boð dauft. »Eg er ekkert verri en vant er,« sagði hún. »Fékstu vondar fréttir heiman að — eða hvað?« spurði Lilla. »Er einhver veikur þar eða — eða dáinn?« »Ekki svo ég viti til,« sagði Soffía. »Eg spyr svona, af því að mér sýn- ist þú svo óttalega niðurdregin, hreint eins og einhver ósköpin hafi komið fyr- ir — kærastinn hafi sagt þér upp — eða eitthvað þessháttar.« »Kærastinn!« sagði Soffía og hló við kuldahlátur. »Eg ál engan kærasta, Lilla mín.« »Nú, jæja, hvað er það þá, sem geng- ur að þér?« spurði stúlkan óþolinmóð. »Og því ertu að fara?« »Frúin vill ekki hafa mig hér leng- ur,« sagði Soffía. »Frúin — vill - ekki — hafa — þig lengur!« endurtók Lilla, og starði án afláts á Soffíu, sem sneri sér undan og þerraði sér um augun á svuntuhorn- inu. »Hvers vegna í ósköpunum! Þú, sem ekkert ert nema þægðin og almennileg- heitin! Ég er svo öldungis forviða. Hvaða stúlku fær hún á við þig, Soffía? Ellegar hvernig þú ert krakkanum! Skyldu þær verða margar, sem fást tii að stjana við hana Rúnu, eins og þú gerir? — Nú skil é.g, hvers vegna þú ert svona dauf. Það er svo sem ekkert gaman að láta reka sig úr vistinni! — En hver kemur í staðinn þinn? — Ég segi fyrir mig —- mér er ekki alveg sama, hvernig stúlku ég fæ í herberg- ið til mín, þegar þú ert farin. — — Ég er bara yfir mig hissa! Ja, ég segi ekki annað en það, að það verður huggulegt hérna, þegar þú ert farin!« Að svo mæltu hneig Lilla ofan í strá- stólinn, sem Soffía hafði setið í. Frh.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.