Ljósberinn


Ljósberinn - 07.10.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 07.10.1933, Blaðsíða 6
282 LJÖSBERINN og dauðþreyttur var hann orðinn. En samt þorði hann ekki að leggjast niður til að hvíla sig, af hræðslu við þessi ótta- legu augu og svip, sem honum fanst fylgja sér. Ö, hve hann hafði hlaupið mikið til að sleppa undan þeim augum! Hann hélt að hann væri búinn að hlaupa yfir tvær eða þrjár sóknir að minsta kosti; en rétt í því kemur hann að fátæklegum fjalakofa inni í skógin- um. Par bjó enginn. Engin hurð var á kofanum, en eldstó var þar, léleg mjög, og hlóðarsteinarnir fallnir niður í hana. en það var þó að minsta kosti eitthvað í áttina til að vera mannabústaður. Tóm krukka undan ávaxtamauki og eitthvað af soðnum, köldum kartöflum í gömlum járnpottgarmi sýndi, að einhverjir höfðu verið þar fyrir skemstu. Hann hámaði í sig kartöflurnar, tók krukkuna og sótti sér í henni vatn út í lækinn, sem rann eftir lítilli laut, rétt hjá kof- anum. Á ferðinni fram og aftur tíndi hann sér rauðber, því að rautt var af þeim alt í kringum hann. Honum fór nú að verða þungt í höfði. svefninn seig á hann. Kastaði hann sér þá niður á trébekk, sem var alþakinn grenilimi. Sá bekkur stóð inni í kofan- um. Honum fanst sér verða rórra inn- an fjögra veggja. Og hann datt óðara út af og sofnaði. Þegar mesta fátið var af rokið í Rós- argarðinum, þá var dagur að kvöldi kominn. Prófastsfrúin fór að brjóta heilann um, hvar Gústaf myndi vera niður kominn. Hún hafði sem sé komið með vagninum um morguninn og haft með sér lækni og lyf, og alt, sem hún hugði, að að haldi gæti komið við svip- uð slys og þetta. Þau Eðvarð og Ebba voru líka bæði komin. Ebba til að reyna að hafa af fyrir Þyrí og gera hana rólegri. Hún var altaf að æpa og veina og kvaðst vilja fara heim. »Ég veit það ógn vel, að þið haldið öll sömul, að Gústaf hafi skotið Jóhann- es viljandi, til hefnda fyrir það, að hann sparkaði honum ofan úr trénu!« æpti hún skælandi. »Ég skil það ósköp vel, að þið viljið hvorki sjá mig né Gústaf: Hann er víst líka skotinn til bana! Ég vildi bara, að ég féngi að fara leiðar minnar, eitthvað burt, sama hvert ég færi, bara burtu frá þessu öllu saman. því að ég veit vel, að þið hatið mig, ég skil það svo vel. Hefðum við Gústaf aldrei komið hingað, þá væri Jóhannes enn á lífi, og þá hefði Pétur ekki orðið að þola þessar ógnar-kvalir!« »Kæra Þyrí, þú mátt ekki gráta svona, þú getur ekki að þessu gert.« sagði Ebba til að hughreysta hana. Það hafði orðið hlutskifti hennar að sitja uppi í loftherberginu, Þyrí til skemt- unar, og til að reyna að fá hana til að neyta matar. En það var nú enginn hægðarleikur, því að þegar Ebba kom til hennar með disk, fullan af mjólk og berjum, þá sló Þyrí í handlegginn á henni, svo að Ebba var næstum búin að missa diskinn, og berin og mjólkin þeyttist út um alt gólf. »Eg vil ekki mat, hvað ertu að kvelja mig?« sagði Þyrí skælandi og leit svo reiðilega á Ebbu hrædda, eins og hún hefði boðið henni eitur. Ég vil fara burt héðan, heyrirðu það!« Og Ebba lét sér það heldur en ekki vel líka, því að það var áreiðanlegt, að það var ekkert gaman að eiga að hugga Þyrí, en hún þorði ekki að fara, því að hún hafði beðið svo innilega um að lofa sér að vera með, og verið hárviss um, að hún gæti orðið að einhverju liði. Ö, að þær Matta og Maja væru nú komnar til hennar! En Mátta skifti sér ekki vitund af Þyrí; hún hugsaði ekki um neitt, nema

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.