Ljósberinn


Ljósberinn - 15.02.1934, Side 4

Ljósberinn - 15.02.1934, Side 4
28 LJOSBERINN líklegt, að svo liafi verið. Undir steininum er gott skjól á þrjá^vegu, og þarna hefir verið kyr- látara en heima á bænum. — Steinn þessi er kallaður H a 11 g r í m s s t e i n n . Z A KKEU S. (Sunnudagaskólinn 25. febr. 1934). Teksti: Lúkas 19, 1—10. Minnisvers: En þeir sögðu: Trú þú á Drott- inn Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. — Post. 10, 31. Zakkeus tollheimtumaður var lítil'l vexti; — hann var svo lítill vexti, að hann gat ekki séð Jesú, vegna allra hinna,, sem voru honum hærri og' framar. En Zakkeus var ákafur í að fá að sjá Jesú og lét ekkert hamla sér frá því. Hann fann ráð,( sem dugði og' það varð honum til blessunar. Sum ykkar eru ef til vill mædd og óánægð yfir því, að þið eruð lítil, en þá skuluð þið minnast þess: »að margur er knár, þó hann sé smár.« Pað sannaði Zakkeus. Honum hlotnaðist meira en hinum, sem stærri voru. Honum tókst ekki aðeins að sjá Jesú, heldur kom Jesú inn á heimili hans, og það, sem var þó mest um vert, hann oðlaðist frelsi sálar sinnar. Þetta getið þið einnig gert, þó þið séuð smá vexti. Hið minsta barn er ekki of lítið til að verða Guðs barn, til að finna Jesú og fá blessun hans yfir alt líf sitt. Reynið þá að líkjast Zakkeusi í áhug- anum fyrir því að fá að sjá Jesú; fyrir því að heyra orð hans og biðja hann. En einkanlega skuluð þið keppast um að líkjast litla tollheimtumanninum í því að gera vilja Jesú. Pá fáið þið vissulega að heyra orðin hans um ykkur og' heim- ili ykkar: »1 dag hefir hjálpræði hlotn- ast húsi þessu.« S.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.