Ljósberinn - 15.02.1934, Side 7
L JÖSBERINN
31
»Ég má biðja yður að fyrirgefa dirfsk-
una,« sag'ði Oddný og sneri sér að gest-
inum. »En okkur langar svo undur mik-
ið til að spyrja yður að dálitlu. Yður
þykir spurningin sjálfsagt fjarska
barnaleg, eins og- hún líka er, og vís-
ast að þér getið ekki leyst úr henni. —-
En við áttum dóttur, sem við höldum
kannske að hafi farið til Ameríku, fyr-
ir einum 6—7 árum; allan þann tíma
höfum við ekki frétt neitt af henni, —
og nú datt mér í hug, að hugsast gæti,
að hún hefði orðið á vegi yðar þarna
1 Ameríku. Ég veit reyndar, að þetta
er ognarlega barnaleg hugsun, en af
því ég hefi altaf verið að vona og vona
að —■«.
Oddný þagnaði snögglega og leit til
svartklæddu konunnar, hún einblindi á
gömlu konuna, og allra snöggvast mætt-
ust augu þeirra í hálfrökkri hinnar
flögrandi birtu frá eldsglæðunum á
arninum. Ylur og' angurblíða skinu úr
augum aðkomukonunnar, ylur og ang-
urblíða, sem gagntók hjarta gömlu kon-
unnar, og vakti þær tilfinningar. sem
hún hefði ekki getað lýst með orðum.
»Bg veit að þetta er barnaskapur,«
tók hún aftur til máls, »Jóakím minn
segir það líka altaf. Og hvernig ættuð
þér að vita .nokkuð um hana? Telpuna
okkar! Ameríka kvað vera svo ósköp
stór. Og ég hefi ekki einu sinni sagt yður
hvað hún heitir og veit heldur ekki hvað
hún kann að hafa verið kölluð í Ame-
ríku. En skírnarnafnið hennar var Krist-
ín og við kölluðum hana oftast Diddu.
Æ, nei, það er ekki von að þér kann-
ist neitt við hana, enda mun hún geng-
in veg allrar veraldar, elsku stúlkan
mín, — blessað góða barnið mitt! — Ég
lifi í voninni um góða samfundi hinum
megin.« —■
Oddný þerraði sér um augun á
an greip með hendinni utan um hand-
legginn á henni, hitann lagði úr lófanum
sínu og strauk honum um andlitið á sér.
»Fyrirgefið þér barnaskapinn!« mælti
Oddný þvi næst,. »0g' nú ætla ég að
kveikja. Mig' langar svo til að sýna yð-
ur smámyndir, sem ég á af stúlkunni
okkár.«
Oddný stóð upp, en svartklædda kon-
an greip með hendinni utan handleg'g-
inn á henni, hitann lagði úr lófanum
í gegnuin dagtreyjuermina og' náði alla
leið inn að hjartarótum gömlu konunnar.
»Kveikið þér ekki!« sagði hún í lág-
um róm og bar ört á. »Ekki strax. Pað
er svo notaleg't að sitja í rökkrinu og
heyra yður tala - - tala um hana —-
dóttur yðar.«
Oddný tylti sér aftur í sæti sitt og
tók í prjónana sína.
»Mér ætti að vera það ánægja,« sagði
hún, »að tala um hana blessaða, úr því
þér viljið heyra það. Nú orðið get ég
talað rólega um það, sem var mér einu
sinni svo mikill sársauki, að ég vildi
helzt ekki minnast á það einu orði. —