Ljósberinn


Ljósberinn - 15.02.1934, Side 11

Ljósberinn - 15.02.1934, Side 11
LJÖSBERINN 35 »Eg — skal sama og ekkert tefja hana,« svaraði hún ofur niðurlút og lágmælt,, andspænis hinni skrautlegu frú, sem horfði á hana með ströngum augum. »Hvað viltu Rúnu svo sem?« spurði frúin því næst, eitthvað ofurlítið mýkri á manninn, þegar hún sá fátið, sem kom- ið var á Lottu. »Get ég ekki skilað því frá þér?« »Eg veit ekki,« svaraði Lotta. »Ég þarf bara að tala við hana um dálítið, sem —.« Frúin kýmdi út í annað munnvikið. »Ætli þetta »dálítið« sé það vandamál, að ég sé ekki fær um að segja Rúnu það?« sagði hún. »Eg ætla annars heldur að koma seinna,« svaraði Lotta, »þegar Rúna sjálf er viðlátin.« »Heyrðu mig,, stúlka litla,« sagði frú- in þá. »Ef þið Rúna eruð að pukra með eitthvað, sem ég má ekki vita, skal ég sjá svo um, að þú hittir hana alls ekki, — ég vil ekki hafa neitt þess háttar leynimakk, allra sízt hjá börnum. Og nú segir þú mér tafarlaust,_ hvaða er- indi þú átt við Rúnu.« Lotta sá, að henni þýddi ekki annað en að hlýðnast jafn ákveðinni skipun, og sagði því ofur hæversk: »Eg er bara með »billetti« til hennar á barnasamkomuna í kvöld.« Þó að Lotta hefði blásið sápukúlu beint í augun á frúnni, þá hefði hún ekki tekið neitt meira viðbragð, en hún tók við þessi meinleysislegu orð. »»Bílæti« á barnasamkomu!« endur- tók hún, að því er virtist steinhissa. »Má ég biðja um útskýringu á þessu.« Lotta hóstaði og hummaði nokkrum sinnum, áður en »útskýringin« kom, sem aðallega var í því fólgin, að lýsa »fínu frúnni frá Ameríku«,, sem ætlaði að fara að halda sunnudagaskóla í kaup- staðnum, en fyrst ætlaði hún að bjóða þeim til sín á samkomu, til að sjá þau og kynnast þeim. Frúin hafði beð- ið Lottu um að útbýta aðgöngumið- unum til barnanna, og lagt ríkt á við hana að ná, til sefn allra flestra. Hún vildi troðfylla skólastofuna. Frúin kunni að spila á svo voðaskrítið hljóðfæri, sem Lotta hafði séð hjá henni hérna um kvöldið, og hún átti myndavél, til að sýna í svo fjarska fallegar myndir. — það hlyti víst að verða gaman. Frh. ------------ Eins og börnin. — Eftir gamlcm kennara. — Við og við gera minningarnar vart við sig. Sumar slæmar og ógeðfeldar. En aðrar bjartar og hugljúfar. I smáum hversdags-viðburðum má stundum sjá hin dýrðlegustu fyrirbrigði. Eitt kvöld sem oftar sat ég við skrif- borðið mitt. Bækur og blöð lágu fyrir framan mig. Starfið beið mín. En ég var þreyttur. Starfslöngunin var þrotin. Ég hafði verið svo önnum kafinn í skólanum um daginn. Og þó litlu komið til vegar,, fanst mér. Við höfðum verið að stafa og lesa, reikna og skrifa o. s. frv. Og svo hafði ég að lokum verið að tala við börnin — um bœnina. Rétt fyrir framan mig sat Jóhannes litli, minsti skóladrengurinn minn, ör- smár en hugþekkur hnokki, sem var ný- byrjaður að ganga í skóla,, en hafði þeg- ar orðið mér til mikillar gleði. Hann horfði á mig svo sakleysislegum og engilhreinum barnsaugunum, að mér hlýnaði um hjartaræturnar. »Já,« sagði ég' og brosti til hans, »við getum talað við Guð um hvað sem er.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.