Ljósberinn


Ljósberinn - 15.02.1934, Page 5

Ljósberinn - 15.02.1934, Page 5
LJÖSBERINN 29 HALLGRÍMUR PÉTURSSON. Hvað veiztu um Hallgrím Pétursson? öll börn á íslandi þurfa að þekkja hann. Nú skal ég segja þér dálítið um hann, en seinna áttu að kynnast honum betur og lesa og læra vers og sálma, sem hann hefur ort. Hann er fæddur 1614. Faðir hans hét Pétur Hallgrímsson, hringjari hjá bisk- upnum á Hólum í Hjaltadal. Par var Hallgrímur settur í skóla. Hann var gáf- aður piltur og eitt var honum sérstak- lega gefið öðrum fremur. Hann var skáld. Hann bjó til margar vísur um menn og annað. En vísurnar voru ekki allar fallegar. Hann bjó til ljót'ar vísur um ýmsa menn. Eftir því sá hann seinna og orti: Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym vel æru þína. En fyrir ljótu og vondu vísurnai hefndist honum. Hann var rekinn úr skólanum. Þá ferðaðist hann til útlanda og fór að læra járnsmíði í Kaupmanna- höfn. Líklega hefði hann heldur óskað, að hann hefði feng'ið að vera kyr heima og læra, enda sagði hann seinna: Lærður er 1 lyndi glaður, lof ber hann hjá þjóðum, hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum. Honum hefir sárnað -- - mest við sjálf- an sig. Þá var það eitt sinn, að íslenzk- ur maður, hámentaður, sem hét Brynj- ólfur Sveinsson, kom að járnsmiðjunni. Heyrði hann það, að talað var á íslenzku inni í smiðjunni. Hallgrímur var að blóta. Ilugsið ykkur. En - þetta varð til þess, að Brynjólfur fór að tala við hann og' tók hann úr smiðjunni og setti hann aftur í skóla. En ekki skuluð þið halda að Hallgrímur liafi aldrei hætt að blóta. Jú, því hætti hann. Kunnið þið þessa vísu: Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geym vel þína, við engan hryggur, né í orðum styggur, athuga ræðu mlna. Meöan hann var í skólanum, komu þangað íslendingar, sem Tyrkir höfðu rænt og farið með suður í Afríku og selt í þrældóm. Kongurinn í Danmörku keypti þá lausa. Hallgrímur átti að kenna þeim guðsorð. Þar var kona, Guð- ríður að nafni Símonardóttir. Hallgrím- ur feldi ást til hennar, og fóru þau sam- an til Islands og gengu í hjónaband. Þau bjuggu við mestu fátækt nokkur ár. Seinna varð Hallgrímur prestur, 1644. Þá var Brynjólfur orðinn biskup og hjálpaði honum enn á ný. En veiztu, hvar Hallgrímur varð -lengst prestur? Það var í Saurbæ á llvalfjarðarströnd. Þar leið honum bet- ur. En ]>á kom nýtt ólán. Bærinn hans brann. Allir komust út nema förumað- ur einn, sem var þá á ferð. Margir reyndust Hallgrími vel, og bærinn var byg'ður upp. Svo liðu nokkur ár En þá varð hann holdsveikur (1665 eða 1666). Þá varð hann að fá sér aðstoðarprest. Seinast varð hann alveg að hætta prest- skap og' bjó þá á bæ þar skamt frá, Kalastjöðum, og dó á Ferstiklu (27. okt. 1674). Hann var skáld og orti mikið og fag- urt, I-Ieilræði heita vísur, sem öll börn ættu að læra. Úr þeim eru vísurnar, sem eru hérna á undan. Hann orti líka sálma. »Alt eins og blómstrið eina« er sungið enn við jarðarfarir. En sta'rsta og mesta verkið hans eru þó Passíusálm- arnir. Þeir eru um Jesú Krist, síðustu

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.