Ljósberinn


Ljósberinn - 15.02.1934, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 15.02.1934, Blaðsíða 6
30 LJÖSBERINN nóttina og föstudaginn langa og gröf- ina hans. Þar er okkur sagt, hvað Jesús gerði fyrir okkur: En með því út var leiddur alsærður lausnarinn, gerðist mér vegur greiddur í Guðs náðar rikið inn og eilíft líf annað sinn. Blóðskuld og bölvan mína burt tók Guðs sonar pina. Dýrð sé þér, Drottinn minn. Þessir sálmar eru fimtíu og lesnir eða sungnir á föstunni til páska. Þú ættir að kunna sem mest úr þeim. Lærðu t. d. »Bænin má aldrei bresta þig«, »Vertu Guð faðir, faðir minn« og »Son Guðs ertu með sanni«. M. R. ETinn blýantur. Fyrir mörgum árum bar það við, að drengur einn fékk atvinnu í stórri verk- smiðju. Þar voru búnir til blýantar og ekkert annað. Fyrirkomulagið í verk- smiðjunni var þannig, að ákveðin tala blýanta var búin til á hverjum degi í einni deild verksmiðjunnar, í annari deild voru þeir allir bundnir í knippi og í þriðju deildinni voru þeir látnir í kassa. Með þessu móti var föst og á- kveðin regla á öllu starfinu í verksmiðj- unni og ekkert ógert eða hálfgert frá degi til dags. Nýi drengurinn háfði aldrei séð önn- ur eins ógrynni af blýöntum saman á einum stað. Iíann tók einn þeirra og stakk í vasa sinn, því hann gerði ráð fyrir, að hans yrði ekki saknaö úr þess- um aragrúa. Þegar starfinu var lokið um kvóldið, þá vantaði einn blýantinn í einn kass- ann. Var þá undir eins spurst fyrir i þeirri deildinni, sem drengurinn vann í, og röðin kom að honum að svara fyrir sig. Honum var jafnskjótt sagt upp vinnunni. Verksmiðjueigandinn þoldi vel að tapa þessum eina blýanti, en hann vildi ekki hafa óráðvandan dreng í þjónustu sinni. Heilræði. Veraldar á vittigjömum vegumt, liafðu gát á þér; þar er hátt og liætta börnum, livert sem augum rennum vér. Mitt á vegum vittigjörnwm vertu sífelt aðgœtinn, þegar Jesús bfjður börnum bttðum náðarf'aðmimí sinn. Lokaðu ekki augum aftur, ef þér Jesús réttir hónd; þó að heimsins kyngikraftur kunni’ að bjóða sólrík lónd. Vddu Ijósið lífsins bjarta, er líjsir jafnt í gleði’ og þraut; Ijós frá Jesw helga hjarta heldur þér á réttri braut. Hafðu Guð í huga þínum, lwað sem kann að mœta þér; öllum vill, með örmwm dínuni, ávalt þrf/sta’ að brjósti sér. Guðjón Pálsson.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.