Ljósberinn


Ljósberinn - 15.02.1934, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 15.02.1934, Blaðsíða 8
32 LJOSBERINN En svona er Guð góður, að hann tendr- aði ljós huggunarinnar í hjörtum okkar foreldranna, þrátt fyrir vonbrigðin, því að Didda var vonarljósið okkar. — Hún fór frá okkur út í heiminn, og hefur liklegast vilst á vegum hans, eins og svo margur hefir gert fyr og síðar. Pað hefði verið alveg óbærileg tilhugsun fyrir okk- ur, ef að við hefðum ekki þekkt frels- arann, og vitað að hann leitar að þeim sem villast. Og ég fulltreysti því að hann hafi fundjð hana Diddu mína! — Ég er búin að sætta mig við það fyrir löngu síðán — að sjá hana aldrei framar hér, en indælt hefir mér þótt að dreyma hana stöku sinnum — og núna alveg nýlega dreymdi mig hana svo undur skemtilega. - Hún sat hérna inni hjá okkur, við hliðina á mér, eins og þér sitjið núna, og hún hvíslaði í eyrað á mér, rétt áður en ég vaknaði: »Úr þessu skiljum við aldrei, mammak — Mér fanst röddin hennar óma í eyrunum á mér löngu eftir að ég vaknaði. Ég sagði honum Jóakim mínum drauminn; ég var nú svo barnaleg að láta mér detta í hug að hann væri fyrir því að ég frétti kanske eitthvað af henni Diddu minni.« »Þetta er alveg einstætt!« sag'ði svart- klædda konan með ákefð, og greip báð- um höndunum utan um hendur Odd- nýjar. — »Eg hefi víst einmitt þekt hana dóttur ykkar! Og mér er óhætt að bera ykkur kveðju hennar úr fjarl egð- inni!« — Hún komst ekki lengra, því að Oddný þaut upp úr sæti sínu, og' hrópaði hástöfum: »Hvað heyri ég kveðju frá henni Diddu! -- Misheyrist mér ekki? Getur það átt sér stað?« — — Svartklædda konan reis einnig úr sæti sínu. Augu hennar voru full af tár- um. »Já,« mælti hún með titrandi rödd og reyndi til að vinna bug á geðshrær- ing sinni. »Svo er. Ég hefi þekt dóttur yðar og' nú vil jeg bera hingað kveðju hennar. — Hún er á lífi, hún hugsar oft heim — hún þráir ykkur — hún er óg- urlega hrygg af því — af því hve mjög hún hlýtur að — hafa sært ykkur. —- —: Hún biður ykkur að fyrirgefa —• og gleyma hinu liðna — — — hún vill reyna að bæta — fyrir — brot sín við — ykkur--------.« Svartklædda konan talaði hægt og lágt, týndi fram orðin með hvíldum, - en orð hennar náðu eyrum Oddnýjar eins og ómur úr fjarska, ómur,- sem hún gat tæplega skilið til fulls hvað þýddi; en yndislegur var hann, þessi óm- ur, sem birti henni í einu vetfangi allra heitustu óskirnar hennar og fegurstu vonirnar! Tárin losnuðu úr læðing' og féllu um hrukkóttu kinnarnar, er hún endurtók í sífellu með grátklökkum rómi: »Guð veri lofaður!« — Jóakím gamla veittist allerfitt að átta sig á fregninni, en þegar honum varð það ljóst, hvað um var að vera, rétti hann fram báðar hendurnar og' mælti hægt og hátíðlega, eins og prestur, sem blessar yfir söfnuðinn: »Leyfið mér að taka í höndina, sem bar handabandið hennar til okkar yfir um hafið«. Svartklædda konan gekiv að rúminu, og rétti honum báðar hendurnar, um leið og hún beygði kné sín íraman við rúmstokk blinda öldungsins. »Guð almáttugur blessi yður!« mælti hann hátt og skýrt, með styrkri rödd, »og launi yður þá gleði, sem þér hafið fært okkur í dag«. —- Síðari varð þögn. Loks-mælti Oddný brosandi með tár- in í augunum: »Og hvenær haldið þér að hún komi, blessuð elskan?« »Þegar hún veit fyrir víst að henni hefir verið fyrirgefið,« svaraðin svart- klædda konan hægt.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.