Ljósberinn


Ljósberinn - 15.02.1934, Qupperneq 14

Ljósberinn - 15.02.1934, Qupperneq 14
38 LJÖSBERINN vel, þegar pabbi ætlaði að ligg’ja í ból- inu alt kvöldið. »Nei,( það mátt þú ekki, stúfurinn minn, í þetta sinn,« sagði mamma benn- ar. »Pabbi verður að byrgja sig vel nið- ur á bólið sitt og breiða vel ofan á sig, svo honum geti hitnað vel. Pabbi brosti að litlu stúlkunni sinni, en Maja sá þó greinilega að honum leið ekki vel og því horfði hún hnuggin og þögul á, er hann afklæddi sig og flýtti sér ofan í bólið. Nú tóku við erfiðir tímar fyrir þau, því hann varð mikið veikur og það varð að sækja læknirinn til hans. Konan og börnin læddust um húsið, svo að þau gerðu honum ekki ónæði, og nú heyrð- ist enginn gleðihlátur eða tal. Þegar Kristján kom heim á kvöldin. »Ó, ef hann pabbi skyldi nú deyja,« var hin stöðuga hugsun, er í kyrþey fylti huga Kristjáns og móður hans. Maja var svo lítil og ung, aðeins þriggja ára, að hún hafði varla vit á því, hvað það var að vera veikur. Fyrstu dagana hugsuðu þau ekki um neitt annað en veikindi föðursins, en svo bættist nýtt áhyggjuefni við. Meðan bann var veikur, innvann hann ekki neitt og kona hans mátti ekki frá hon- um víkja, svo að hún gat ekki innunnið sér neitt heldur á meðan. Hið eina sem þau höfðu sér til viðurværis, var hið litla sem Kristján innvann sér og það var eðlilega ekki mikið. Einn daginn átti Kristján tal við ann- an dreng og hjá honum: frétti hann að ef hægt væ riað fá atvinnu hjá mjólkur- félaginu, við að aka mjólkinni út um bæinn, þá gæti maður innunnið sér 50 krónur um mánuðinn. Það var nú dálítið annað en þessi vesaldarlaun, sem hann fékk hjá grænmetissalanum. Það var meira en helmingi meira. Hann lét held- ur ekki á sér standa með það, að sækja_ um þetta starf, og að viku liðinni sat hann einn morgunin eldsnemma uppi á mjólkurvagninum. Til WöIés oi skeœtnar. Ilug'iilsrmi. Ég gekk niður strætið, og á undan mér gekk drengur, sem varla gat verið eldri en tíu ára. Alt í einu hljóp hann út af stétt- inni og stakk á sig flöskubroti, sem lá á miðri götunni. f hvern skyldi hann ætla að henda þessu? hugsaði ég með sjálfum mér. Pessir strákar þurfa altaf að hafa eitthvað handtær' til þeirra hluta. Rétt á eítir sá ég að dreng- urinn leggur flöskubrotið á afvikinn stað f corphrúgu. Mér þótti þetta hálfskrftið, og segi við snáðann um leið og ég gekk fram hjá: »Því varstu að taka upp glerbrotið, dreng- ur minn?« »Það var þarna rétt fyrir hestafótunum, og þeir gátu stigið á það og meitt sig,« sagði drengurinn. Hliseiganili: »Þetta herbergi skal ég leigja yður fyrir 50 kr. um mánuðinn. Það er alls ekki dýrt, þv’ að úr þessum glugga er svo ljómandi fallegt útsýni.« Lelgutaki: »Fæ ég það ekki fyrir 40 kr., ef ég lofa yður því, að líta aldrei út um gluggann?« Lítil stúlka kemur inn í pósthús og biður að selja sér frfmerki. Afgreiðslumaðurinn spyr hvernig það eigi að vera. Litla stúlkan: »Það þarf að vera sterkt, því það á að senda það langt upp í sveit.« Leiðrétting. f sögunni »Þú ert minn« í síð- asta tbl. hefir við prentun fallið úr lína á bls. 21, síðara dálki (um miðjan dálk). Setn- ingin á að vera þannig: . . »að lffið væri í raun og veru alt öðru vfsi, en hann hafði hugsað sér áður.« Á bls.; 22, ofarlega 1 fremra dálki: »Klakinn í kringum hjarta Péturs.« PRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.