Ljósberinn - 01.06.1953, Page 2

Ljósberinn - 01.06.1953, Page 2
50 LJDSBERINN rwwwwww/vw^w^uwwwww^w^wvwvn^wwswwwwrt^wvwwwwwwww^^ ^WWWWWlrt^W i Hjarðsveinn og konungur Myndasaga um Davíð konung Davíð var uppi fyrir mörg hundruð árum. Hann átti heima í landi, sem heitir Gyðingaland, og var yngstur átta bræðra. Ísaí faðir hans var bóndi og átti margt fé. Davið litli varð snemma að hjálpa föður sínum og gætti fjárins. Faðir hans fékk honum til þess staf og slöngu, sem hann skyldi hafa að vopni. — Hann fór nú af stað og gekk allt vel. En stundum var hann hálf smeykur um að villidýr kynnu að ráðast á hjörðina. — Á meðan kindurnar bitu, sat hann við læk. Þá fór hann að hugsa um slönguna sína. Hann ætlaði að æfa sig vel í að nota hana. Ilann safnaði sléttum smásteinun: og æfði sig í að slöngva þeim. — Hann æfði sig af kappi á hverjum degi og náði mikilli leikni. Við það stæltust lika vöðvarnir í örmum hans. — Honum tókst að draga lengra og lengra með hverjum degi. Hann æfði sig í að hæfa leirkrús úr mikilli fjarlægð. Það tókst að lokum. Nú fannst honum hann vera ó- hultari fyrir villidýrunum. Hann kunni nú vel að beita vopni sínu.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.