Ljósberinn - 01.06.1953, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.06.1953, Blaðsíða 19
LlJósberinn 67 fyrst. Hann leit upp í himininn, sem var allur stráður stjörnum, sem lýstu með ein- kennilegum, skærum ljóma. Hann fór að hugsa öll skiptin, sem hann hafði séð prófessor- !nn standa einan úti í myrkrinu. Þá vissu aHir, að hann var að biðja hljóða bæn til ^uðs, sem stýrir bæði stjörnunum og öðrum hnöttum í himingeimnum. Áður en Ebbi vissi af var hann búinn að spenna greipar. Hann Lað fálmandi og hikandi um, að hann og F'lemming mættu fá hjálp í neyðinni. Hann varð glaður og öruggur í huga á eftir. Hann var syfjaður. Skömmu síðar fór hann a® dotta. Þess vegna heyrði hann ekki dauft skrjálfið í runnunum og að einhver læddist a® honum. Hann þaut fyrst upp, er rauð- brúnn, liðlegur skrokkur fleygði sér yfir hann. En þá var það of seint. Hann veitti karða mótspyrnu, en það stoðaði ekkert. Hann Var bundinn á höndum og fótum, og hann heyrði, að Flemming fékk sams konar með- Lerð. Það var svo dimmt, að hann sá ekki, Irvers konar menn höfðu ráðizt á þá, en hann keyrði, að þeir töluðu saman á algerlega °bokktu tungumáli. Hraðar, sterkar hendur lóku hann tökum og báru hann með takt- L°stum gangi gegnum skóginn. Þegar hann íeyndi að hrópa á Flemming, var hönd lögð yfrr munn honum. . -Hann heyrði daufa kveinstafi frá Flemm- Reipin skárust inn í hold hans, en Ebbi ugsaði með sér, að innfæddu mennirnir skyldu ekki fá að heyra hann kveinka sér. Jarta hans barðist af óróleika og hræðslu að var ekki gott að vita, hvernig þetta ^undi enda, en hann reyndi samt að iata, eins og ekkert hefði í skorizt. Hann verkjaði í allan líkamann, vegna Pess að hann lá mjög illa, en einmitt þegar ann hugsaði, að nú mundi hann verða ao ®efast upp mjög bráðlega, námu burðar- ^nnirnir staðar. Hann var lagð-ur á jörðí ;a, °g kann heyrði, að innfæddu mennirnir voru að ráðgast sín á milli. Síðan var honum lyft upp aftur og hann fann, að hann var lagður í botninn á indíánabát. Ræðararnir voru komnir á sinn stað á skammri stundu. Bátur- inn skauzt út í vatnið og fór síðan meðfram fljótsbakkanum. Nú var tunglskin, og Ebbi sá, að 10—12 Indíánar sátu undir árum. Efri hluti líkama þeirra var nakinn, og þeir höfðu fléttaða tága-skýlu um lendar sér. Hann vissi ekki, hvað orðið var af Flemming, en hann vildi ekki trúa, að þeir hefðu sézt í s'ðasta sinn. Eftir tveggja stunda róður var honum lyft upp aftur og hann borinn í land. Lítið bál lýsti í myrkrinu, og hann sá nokkrar dökkar mannverur, sem stóðu eða sátu um- hverfis það. Sjálfur var hann lagður inn í tjald og látinn eiga sig. Ebbi togaði og reif í böndin til þess að losa fæturnar, en hann var svo vel reyrður, að hann gat ekki kippt þeim millímeter hvorum frá öðrum. Hann reyndi að gera sér í hugarlund, hvers konar örlög biðu hans. Indíánarnir gætu alls ekki verið velviljaðir! Hvað mundi þá gerast, ef þeir væru óvinir hans? Hann vatt sér fram og aftur órólega og togaði í böndin. Hann var þess var, að vörð- ur var fyrir utan tjaldið allan tímann. Hann hafði ætlað að halda sér vakandi, en svefn- inn yfirbugaði hann samt að lokum. — Hann var stirður og aumur í öllum líkam- anum, þegar einhver tók í hann og hristi hann, svo að hann vaknaði. Hendur hans voru losaðar hvor frá annari, og hann fékk matarskál inn til sín. Hann skildi það af merkjum og bendingum, að hann átti að flýta sér að matast. Fyrst drakk hann vatn úr skál. Á eftir át hann matinn. Það var kjöt, sem var soðið með ýmis konar græn- meti. Hendur hans voru stirðar og tilfinn- ingarlausar. Hann hafði blóðugar rákir um úlnliðina, þar sem böndin höfðu skorizt inn. Skugga- royndir. eJ*lð Þurfið skugga- ^Vndavél til syna svona 'jyndir. Æj- Vkkur sjálf.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.