Ljósberinn - 01.06.1953, Qupperneq 5

Ljósberinn - 01.06.1953, Qupperneq 5
LJÚSSERINN 53 Það var komið fram í júlí. Kvöld nokkurt var Andrés litli á leið heim að selinu með kýrnar. Það átti að fara að mjólka. Loft var Þungbúið, og það var að hvessa. Það var auðséð, að það mundi geta gert snarpar skúrir. Allt í einu sér Andrés hvar hrossastóð kem- ur æðandi eftir móunum og á eftir kemur brúnt, loðið dýr. Andrési fannst hann stirðna uÞp. Þetta var björn. Drengurinn sá, að einn hestanna varð við- skila við hina, og sneri björninn sér þá að honum. Drengurinn þekkti hestinn, það var ^ósi frá Stóra-Hofi. Björnin æddi á eftir honum, og nú stefndi Mósi út í mýrina. Andrés tók til fótanna heim í selið. Björn, bjö-rn! æpti hann, þegar heim kom. María gamla missti fötuna af skelfingu. — Hvað segirðu drengur? "— Hann er að ná Mósa úti í mýrinni. Náðu í staur og taktu með þér beizli, fljótt nú. María gamla tók sjálf með sér öxi og hljóp af stað. Úti í mýrinni háði hesturinn og björninn harðan bardaga. Hesturinn prjónaði og reyndi a® halda birninum frá sér ^eð framlöppunum, — ®jörninn sótti fast á, og hesturinn hörfaði smám saman lengra út i mýrina. í einu tók hann að slSa í mýrina. Hann reyndi að spyrna sér upp, en við það sökk harin æ meira. Rétt í því komu þau hfaría gamla °g Andrés litli. ■^au æptu og §°rguðu og börðu frá sér ITleð staurnum °§ öxinni. — Vhtu hypja ^ig í burtu, °hræsið þitt! Andrés litli Var svo æstur, a® hann vissi ekkert, hvað hann gerði. Björninn fitjaði upp á trýnið og urraði af reiði. Loksins snáfaði hann þó í burtu. Hann drattaðist út móana og hvarf á bak við ásinn. Nú var eftir að bjarga hestinum upp úr mýrinni. Þeim tókst að koma beizlinu á hann og stinga staurnum undir kviðinn á honum. Meira gátu þau ekki að gert. — Nú verð ég að reyna að halda honum uppi, á meðan þú ferð og sækir hjálp, sagði María gamla. Þú verður að fara niður í byggð og ná í piltana. Það er bezt, að þú takir bátinn og róir yfir vatnið. Þegar Andrés litli var kominn út í bátinn og seztur undir árar, fann hann fyrst hvernig hann titraði allur frá hvirfli til ilja. Nú var tekið að hvessa talsvert. Allsnarpar vind- hviður fóru um vatnið Og svo kom snörp rigningarskúr. Hann var rétt farinn að gráta. Hann harkaði þó af sér, nú var ekki tími til að gráta. Hann vissi, að það reið á að koma bátnum vestur fyrir ána. Ef það tækist ekki, kæmist hann ekki lengra. Hann gæti aldrei vaðið yfir ána. Svo var líka hætta á því að straumurinn rifi hann með sér. Ef hann gæti ekki haldið sér nógu langt frá árósnum, var voðinn vís.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.