Ljósberinn


Ljósberinn - 18.11.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 18.11.1933, Blaðsíða 4
324 L JOSBERINN »Af því að — af því að — áður en hún varð veik, máttu börn ekki vera hjá henni-------frúin — hún frænka hennar vildi það ekki.« »Frænka hennar? Hver er það?« spurði svartklædda konan. Nú komst Lotta í stökustu vandræði, og vissi ekki hverju hún átti að svara, því hún fann það með sjálfri sér, að frænka hennar Rúnu gat ekki verið sýslumannsfrúin, eins og hún var búin að fræða svartklæddu konuna um. »Það er frúin í sýslumannshúsinu,« svaraði ,Lotta. »Hún er víst ekki sýslu- mannsfrú, en þá er hún líka ráðskon- an hans.« »Var Rúna mikið veik?« spurði kon- an því næst. »Já,« svaraði Lotta. »Hún var voða veik. Mamma segir, að hún hafi víst orðið yfir sig hrædd, aumingja Rúna litlak »Hvernig ætli hafi staðið á því?« spurði konan í svörtu fötunum. En hún beið ekki eftir því að Lotta svaraði henni, því þær voru komnar þangað, sem ferðinni var heitið, og Lotta sá, að svartklædda konan horfði alveg steinhissa á gamla húsið, sem stóð þarna eins og dökkleit hrúga í hálfrökkrinu. »Ég skal vera voða fljót,« sagði Lotta. »Bíð þú hérna á meðan ég skrepp inn að vita um mjólkinak Lotta hvarf eins og örskot inn um lágu kofadyrnar, en svartklædda kon- an starði þögul og þungbúin á eftir henni, er hún hvarf inn í gamla húsið. Það var mikið um að vera fyrir Lottu, þegar hún kom heim. Mamma hennar var búin að ásetja sér, að setja duglega ofan i við hana fyrir slórið, en þegar Lotta fór að segja henni frá því, er á dagana hafði drif- ið, hvarf mamma hennar alveg frá ætl- un sinni, en hlýddi í stað þess á frásögn Lottu með mikilli athygli. »Hvaða manneskja ætli þetta hafi verið?« spurði hún, þegar Lotta var bú- in að lýsa svartklæddu konunni, mjög nákvæmlega. »Spurðirðu hana ekki að heiti, Lotta mín?« Nei, ekki hafði Lotta gert það. »0g þá hefirðu víst ekki heldur spurt hana hvaðan hún væri?« spurði mamma hennar ennfremur. Mikil ósköp, nei, Lotta hafði ekki hugsað út í að gera það. »En að þú skildir ekki spyrja hana um það, Lotta mín, .úr því þú. varst svona lengi með h«nni,« sagði mamma hennar. »Það er altaf skemtilegra að vita með hverjum maður er.« En Lotta sagðist ekki hafa kunnað við að vera að hnýsast í það, sem kon- unni kom við. Konan hefði verið af- skaplega fín, auðsjáanlega heldri kona, svo kurteis og vel klædd. »En forvitin var hún,« sagði Lotta. »Því hún spurði mig alveg í þaula. Þótti þér ekki skrítið, að hún vildi vita, hvort það væru mörg börn hérna í kaupstaðnum?« • Mömmu hennar þótti það ekkert skrít- ið. »Hún er líklega kenslukona, og lang- ar til að kynnast börnum,« sagði hún. »Kannske,« sagði Lotta. »Hún spurði mig einmitt, hvort hérna væri nokkur sunnudagaskóli fyrir börn. Svo vildi hún vita, hvar presturinn byggi, og hvað hann héti, og hvort það væru margir í kirkju hjá honum.« »Skárri er það forvitnin!« greip Pét- ur litli, bróðir Lottu, fram í. »Ég var heppinn að hún hitti mig ekki. Eg var líka niður á platningu, þegar skipið kom. »Heppinn, karl minn,« sagði Lotta drjúg. »Ætli þú hefðir nú samt ekki tal- ið þig heppinn, ef þú hefðir eignast hann þennan, sko, túkallinn — og annan til! En þetta gaf hún mér fyrir fylgdina — og meira til —- sjáðu myndablöðin,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.