Ljósberinn


Ljósberinn - 14.06.1930, Page 4

Ljósberinn - 14.06.1930, Page 4
188 LJÖSBERINN peir hafa rótað upp, svo að hreint sé og pokkalegt í kring um híbýlin peirra. Aðrir gera turna og hvelfingar yíir jarð- fylgsni sín af hagleik miklum. Og enn aðrir gera kúlumyndaða hauga og efst í toppinum á peim er dálítil smuga; par fara peir inn í býli sitt. Á Norðurlöndum eru pessar sívölu maura-keilur alkunnar. Pað eru híbýli skógarmauranna rauðu. Keilur pessar eru hlaðnar upp af blendingi af furu- njólum, trjáílísum, purru laufi, fræhylkj- um og öðru slíku. Oft standa pessar keilur eða púfur margar saman, fram með einhverri skógargötunni eða frain- ræsluskurði. Sumar keilurnar eru í smíð- um og alpaktar maurum, sein eru pá í óða önn að smíða pær. Aðrar eru miklu, miklu eldri og hrörlegri; og valda pví áhrif loftsins. Pær keilur eru fullsmíðað- ar og geta sumar peirra verið allgainlar. Sumar pessar maurapúfur geta verið metri á hæð og hálfur annar metri að pvermáli, eru pá margar kynslóðir bún- ar að byggja ofan á neðstu hæðina. Um allar pessar púfur liggja ótal gangar; liggja að pcim fjöldi dyra og innst inni liggur svo gangurinn niður í hýbýlin neðan jarðar. Jarðhýsi pessi eru hin eiginlegu hreiður mauranna, par eru gangar og syllur og kimar og lengst niðri er rúmgóður salur. í hitabeltinu í Ameríku eru maura- keilur pessar feikna umfangsmiklar. Ef rigningar ganga og jarðvegurinn verður mjúkur af vatninu, pá kemur pað fyrir, að hestar og múldýr hlaupa alveg á kaf í maurapúfur pessar. Maurategund ein í Texas í Banda- ríkjunum grefur púfuna sína 4—5 metra niður í jörðina, og gangarnir par niðri geta hæglega verið 20—40 metrar á lengd. Yanalega býr ein mauraættkvísl í hverri ’púfu. En stundum standa margar púfur sainan og mynda heila uiaura- byggð, sem tengd er sarnan með heilu gangvegakerfi neðanjarðar. Frh. -----•><=><•—-- Þjófasamsærið. Maður nokkur átti hund og tvo ketti. Seppi var svo gamall, að hann var orð- inn bæði illa lyntur og lævís. Einusinni kvartaði eldabuskan yfir pví við frúna, að pað væri eitt og annað að hverfa af eldhúsborðinu; var hún viss um, að einhver af pessum premur skepnuin hlyti að vera völd að stuldin- urn og hafði lnin sérstaklega grun á seppa, honum Bósa gamla. Reyndar gat hún ekki skilið, livernig hann færi að pví, pví að hann væri orðinn allt of gamali og stirður til að stökkva upp á borðið, jafnvel pótt hann færi upp á eld- hússtólinn fyrst, til að gera sér liægra fyrir; en svo var hann ekki hávaxinn eða hálslangur, að liann gæti náð í góð- gætið af gólfi neðan. Húsbóndinn var nú samt fastráðinn í að hafa upp á pjófnum. Eldhúsborðið stóð milli tveggja glugga og alveg and- spænis pví voru dyrnar að gangi, sein lá inn í borðstofuna og hinar stofurnar. Húsbóndinn setti nú ýinsar matvörur á borðið og setti svo tvo diska með mat handa peim á mitt borðið; brýndi hann nú fyrir heimilisfólkinu að koma ekki inn í eldhúsiö, fyrr en hann kallaði. Peg- ar seppi og kettirnir voru kornnir utan um diskana sína, læddist liúsbóndinn út í garðinn, og nain staðar við einn gluggann, og gat séð inn um hann allt sem gerðist par inni, pó að enginn sæi neitt til hans. I3egar allt var orðið kyrrt og hljótt, laumaðist Bósi að hurðinni, gægðist upp

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.