Ljósberinn


Ljósberinn - 06.09.1930, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 06.09.1930, Blaðsíða 8
280 LJOSBERINN peim preyttum og svöngum eftir allt stritið, borðuðu fniu með beztu lyst, en systkinin notuðu æfintýri mórauða lambs- ins t'yrir borðsögu. »Og livað var nú svo sem mest vert í þessu æfintýri«, sagði mamma þeirra. »Möðurástin, mamma —■ og lambavit- ið. Pabbi sagði að við hefðum ekki lambavit á sumum sviðum«. »Jæja. ykkur þykir þetta nokkuð ein- kennilegt«, mælti mamma, »en gætið nú að. Pað er ekki svo lítils virði aða hafa lambavit. Mörg börn eru til, sem ekki þekkja jafnvel og löinbin þá hæfileika, sem þeim eru af Guði gefnir. Fætur litlu lambanna eru fráir og liðugir, þau vita líka af því, og viljinn er þeim runninn í merg og bein. Ýms börn kann- ast ekki við skarþhæfni sína, eru löt til vinnu og löt til náms, og þó á liggi, gegna þau ekki kalli. Haldið þið nú að slík börn hafi lambavit? »Erum við svona, mamma?« »Nei, Guði sé lof, að öll börn eru ekki svona, en því miður finnast þess dæmi. Ef þið einhverntímu skylduð finna til leti eða mótþróa við skylduverk ykkar, þá rnunið eftir litla lainbinu. Munið það, að þótt ég dæi frá ykkur, þá eigið þið þó aðra móðir, hún heitir samvizka, og stundum kallar hún svo hátt, að bergmálar í öllum kennileitum, verið þá fljót að gegna, því hún vill ykkur vel. Pið lítið nú í bækurnar ykk- ar stundarkorn, og ef ykkur langar til að skrifa Gunnu á Leiti eitthvað úr réttarförinni, þá megið þið það. 1 kvöld farið þið í fyrralagi að hátta, svo þið verðið fljót að vakna á morgunmálið. Svo buðu börnin pabba og mömmu góða nótt og fóru að liátta, óköpp þreytt eftir dagsverkið. Frh. ----.-SCSt—--- Hann var ekki mállaus. Enskur skipstjóri kom til Indlands. Einusinni koin auðugur Malayi út í skip til hans og spurði, hvort hann gæti lát- ið sig fá nokkur kristileg smárit. »IIvað ætlar þú að gera við þau, — ekki kannt þú ensku?« »Pað er nú að vísu satt«, svaraði Malayinn, »en ég þarf samt á þeim að halda, því að í hvert skifti sem einhver kemur að vestan frá Englandi til að eiga kaup við mig, þá legg ég smáritið þar sem hann geti séð það — og hefi gætur á honum. Ef hann les það með athygli, þá veit ég að hann svíkur mig ekki. En fleygi hann því frá sér með fyrirlitningu eða blótsyrðum, þá vil ég engin mök við hann eiga. Honum get ég ekki treyst«. Pessi orð sín lét liann túlkinn flytja skipstjóranum enska. ------------- Bæn. Drottinn, varðveit þú munninn minn, svo mæli’ eg og tali um heiðurinn þinn. Tungu og varir trúlega geym, svo tali ég aldrei illt með þeim. Gjalddagi blaðsins er liðinn. Innheftir árgangar Ljósberans og Heimilisblaðsins, síðastl. ár fást á afgreiðslu blaðanna í Berg- staðastræti 27. — Margar fallegar sögur og ýmsan fróðleik er í þeim að finna. Sendir gegn póstkröfu. Prentsmiðja Jóns Ilelgasonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.