Ljósberinn


Ljósberinn - 15.08.1931, Side 2

Ljósberinn - 15.08.1931, Side 2
246 - ljósberínn Afmæliskveðja til Ljósberans. Beröu Ijós í bœinn inn, birta Guðs þar streymi. Vertv, litli Ljósberinn, Ijós í bam.a lieimi. Berðu Ijós í bamsins sál, blómi þar láttu spretta, kenn því hreint og heilagt mál, hugsun skýra’ og rétta. Berðu Ijós um byggðir lands, birtu lífsins sanna. Friðarboðskap frelsarans flyt þú hjörtum manna. Pétvr Sigurðsson. Meðmælabréf Krists. Kristniboði kom til borgar einnar; en vegna starfs síns höfðu borgarbúar illan bifur á honurn. En fyrir starf hans snerist brátt einn rnaður til Guðs, og hafði sá maður lifað mjög phreinu lífi; en hann fór hegar að vitna um frelsara sinn. Einu sinni var mannfjöldi saman kominn á auðu torgi; fór hann óóara aó tala um Jesú. Lögreglumaður einn, sem vildi láta til sín taka, gekk þá aó honum og tók hann og setti hann inn. Flaug jjá brátt sú saga um borgina, að Tómas gamli hefói verið handtekinn fyrir það, að hann hefði prédikað. Allir hefðu trúað sögunni, ef hann hefði verið settur inn fyrir þjófnað; en því áttu menn bágt með að trúa, að hann hefði verið settur inn fyrir boðun fagn- aðai'erindisins. Morguninn eftir var réttarsalurinn fullur af fólki til aó hlusta á réttarran- sóknina. Kæran var nú lesin upp og bandinginn spuróur, hvað hann hefði fyrir sig aó bera. Tómas hafði svo oft ver.ið fyrir rétti fyrir aórar sakir, að hann stóð ófeilinn frammi fyrir réttinum. Hann spennti greipar og spurði: »Er yður alvara með þetta?« »Já, auðvitað«, svaraði dómarinn. »Jæja, fyrst eg er kærður í fullri al- vöru, þá leyfið mér að segja yóur, að mikil breyting hefir orðið á mér síóan eg kom hingað seinast; nú tek eg mér aldrei neitt fyrir hendur, nema eg biðji Guð fyrst að vera meó mér«. Og hann beió ekki eftir svari, heldur fór þegar að biðja. Hann bað lengi og innilega, svo að allir komust mjög við. Og er hann hélt áfram, þá hrópaði rétt- arhaldarinn: »Látið þér hann hætta þessu«. Lögregluþjónninn skipaði hon- um að hætta, en Tómas hélt áfram að biója og bað jafnvel enn ákafar. Loks hætti hann og sagói ógn hógvær- lega: »Nú er eg reióubúinn til aó flytja málsvörn mína«. En er hann hafói verið leiddur inn í hiióarherbergi, þá sagði einn 'af rétt- arþjónunum: »Oft höfum vér haft þennan mann fyrir rétti, en aldrei meó þessúm atvik- um; sé þaó prófsteinn um starf kristni- boóans nýja, þá óska eg honum allra heilla í starfi hans«. Rétturinn komst aó þeirri nióurstöðu, að Tómas hefði ekki brotió landslögin, og vildu allir dæma hann sýknan. »Eigum vér ekki að kalla á hann hing- aó inn og lýsa- því yfir, aó hann sé al- gerlega sýkn?«

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.