Ljósberinn - 01.03.1936, Page 4
Drottinn Jesús er góður gestur. Svo
reyndist það á heimili þeirra systra,
Mörtu og Maríu, í Betaníu. En nú kem-
ux Jesús ekki persónulega, eins og í þá
d,aga, heldur sendir hann vini sína 1
sinn stað.
Hér skal nú segja frá ferðamanni, sem
rak erindi Drottins síns og frelsara í
nafni hans.
Það var í Bandaríkjunum árið 1797.
Maðurinn var einu sinni á ferð að
vanda; en þá skall á hann óveður úti
á víðavangi; leitaði hann þá sk.jóls í kot;
einu úti í skógi. Par bjó kona. Hún var
fjarri Guðs ríki, en gestrisin var hún
að eðlisfari og tók vinsamlega á móti
þessum ókunna gesti. Maðurinn gaf sig
nú brátt á tal við hana, eins og Jesús
við þær Mörtu og Maríu forðum, Fljótt
komst hann að því, að það var ekki Bet-
anía, sem hann var kominn til. Að vísu
fetaði konan í spor Mörtu með það, að
standa honum fyrir beina. En af lif-
andi kristindómi átti þessi kona ekki
neitt, heldur sagði hún ferðamanni eins
og var, að hún ætti enga Biblíu og væri
öUu ókunnug, sem heyrði Guðs ríki til.
Af jiessu réð hann þó, að hún væri ein-
læg og gaf henni því amerískan dal til
þess að kaupa sér Biblíu fyrir.
Hér um bil 50 árum síðar kom ókunn-
ur maður til þessa sama ferðamanns.
Hann spurði hinn ókunna. mann tíðinda,
og hvernig trúarlíf manna væri í bygð-
arlagi hans. Hinn ókunni svaraði, að þar
væri hafin andjeg vakning og væri næsta
einkennilegt, hvernig hún hefði byrjað.
Það væri kona, sem fyrst hefði vaknað,
sem byggi í koti einu úti í skógi. Þar
hefði áður ferðamann borið að garði
undan óveðri og beðist gistingar og sá
ferðamaður hefði gefið konunni dal, til
að kaupa sér Biblíu fyrir. Þetta atvik
varð til þess, að margir sneru sér til
Guðs á þeim slóðum.
Ferðamaðurinn hlustaði undrandi á
Jressar fréttir, lyfti síðan höndum til
himins og þakkaði Guði, er svo hefði
blessað næturgistinguna í skógarkotinu.
Ef, frelsari minn, við fætur þér,
sem forðum María, sæti ég hér
með barnsins bljúga geði,
og yfir mig lýsti auglit þitt
og orðin þín féllu í hjarta mitt,
það yrði mér eilíf gleði.
Ég vil trúa.
Bg vH trúa, -Jesús Kristur,
ég vil reyna að fylgja þér.
Hjá þér vú ég hadis leita,
hvað sem kann að ógna mér.
Bg vil trúa, Jesús Kristur,
ég vii biðja þig um náð,
orð þín vil ég lesa og lœra,
líknarorð um hjálparráð.
Ég vil trúa, Jesíis Kristur,
ég vil biðja þig um mátt,
þegar freisting þung mér mœtir
þú munt sigur vinna brátt.
Ég vil trwa, Jesús Kristur,
ég vil eiga frið hjá þér,
hvílast rótt við hjartað blíða,
helgun svo að veitist mér.
M. R