Ljósberinn - 01.03.1936, Síða 5

Ljósberinn - 01.03.1936, Síða 5
LJOSBERINN 51 "Ó1 jU (?■ f NAZARET Helgisögn eftir Selmu Lagerlöf. Pegar Jesús var fimm ára gamall, sat hann einu sinni á þrepunum fyrir framan dyrnar á smíðahúsinu hans föð- ur síns í Nazaret og var að búa til leir- gauka úr mjúkum leirmola, sem hann hafði fengið hjá leirkerasmiðnum hinu megin við götuna. Jesús var svo fjarska glaður. öll börnin í bæjarhverfinu höfðu sagt honum, að leirkera,smiðurinn væri ekki maður við alþýðuskap, og hann gengist ekki upp við ástúðlegt viðmót, eða þó að við hann væri talað með orð- um, sem smurð hefðu verið hunangi. En svo kom þetta. fyrir, og Jesús vissi varla, hvernig það atvikaðist. Hann hafði einungis staðið þarna- á dyraþrepinu sínu og horft löngunarfullum augum á grannann, sem var að verki sínu. Og svo hafði hann komið út úr búðinni sinni og gefið Jesú svo mikinn leir, að nægja mundi til þess að búa til úr heil- an vínbrúsa. Á tröppunum fyrir framan næsta hús sat Júdas. Hann var rauðhærður og fýlulegur á svip. Andilitið var fult af bláum marblettum og föt hans vorn rifin. Petta hafði hann unnið sér inn með eilífum erjum og áflogum við götu- strákana. f augnablikinu hafði hann hægt um sig, var hvorki að skammast eða í áflogum, heldur var hann að búa eitthvað til úr leirmola á sama hátt og Jesús. Ekki hafði hann nú samt getað útvegað sér þennan leirmola sjálfur. Hann þorði varla svo mikið sem koma fyrir augsýn leirkerasmiðsins, því hann var reiður við Júdas og sagði, að hann hefði fyrir sið að kasta grjóti í brot- hættu smíðisgripina hans, og leirkera- smiðurinn myndi hafa rekið Júdas út með barefli, ef hann hefði látið sjá sig í búðinni hans. En Jesús hafði gefið Júdasi með sér af leirnum sínum. Jafnóðum og drengirnir voru búnir að búa til leirgaukana sína, röðuðu þeir þeim upp í hring fyrir framan sig. Peir litu alveg eins út og leirgaukar hafa alt af gert: I staðinn fyrir fætur höfðu þeir stóran, sívalan leirklump til að standa á, stutt stél, engan háls, og vott- aði varla fyrir vængjum. En samt var brátt augljós munurinn á vinnubrögðum þeirra félaga. Fuglar Júdasar voru svo skakkir, að þeir ultu ait af um koll, og hvernig sem hann reyndi með litlu, hörðu putunum sínum, gat hann ekki gert líkami þeirra snotra og fagui-myndaða. Hann laumaðist stundum til þess að gefa Jesú hornauga, til þess að sjá, hvernig hann færi að því að gera sína fugla eins fágaða. og slétta og eikarblöðin í skógunum á Tabor. Jesús varð hamingjusamari og glað- ari með hverjum fugli, sem hann fékk fullgerðan. Honum sýndist hver fuglinn öðrum fegurri, og hann horfði á þá alla með kærleika og aðdáun. Þeir áttu að verða leikbræður hans, litlu systkinin hans. Þeir áttu að fá að sofa í rúminu hans, vera honum til skemtunar og syngja fyrir hann vísurnar sínar og Ijóðin, þegar móðir hans væri ekki hjá honum. Honum hafði aldrei fundist hann vera svo ríkur, og aldrei framar myndi honum virðast hann vera ein- mani eða yfirgefinn. Stórvaxni vatnskarlinn gekk framhjá, lotinn undir þunga vatnsbelgnum og á hælana á honum kom grænmetissalinn, sem sat dinglandi á berbökuðum asnan- um sínum, á milli stóru, tómu tágakarf- anna. Vatnskarlinn lagði hönd sína á glókoH Jesú og fór að tala við hann um fuglana hans, og spyrja hann um þá. Og Jesús sagði honum frá því, að þeir ættu

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.