Ljósberinn - 01.03.1936, Side 6

Ljósberinn - 01.03.1936, Side 6
52 LJÖSBERINN allir nafn og kynnu a,ð syngja. AUir litlu fuglarnir hans voru komnir til hans frá ókunnum löndum og sögðu honum æfin- týr, sem bara hann og þeir kunnu. Og Jesús tala,ði þannig, að bæði vatnskarl- inn og grænmetissalinn gleymdu störf- um sínum langa stund til þess að hlusta á hann, Þegar þeir ætluðu að halda áfram. benti Jesú á Júdas. »Sjáið, hve fallega fugla Júdas býr til,« sagði hann. Þá veik grænmetissalinn asna sínum góðlátega til Júdasar og spurði hann, hvort hann vissi líka nöfnin á sínum fuglum, og hvort þeir kynnu að syngja. En Júdas vissi ekkert um þetta. Hann þagði þrjózkulega og leit ekki upp frá vinnu sinni, en grænmetissalinn varð argur og sparkaði í einn fuglinn hans, og reið svo leiðar sinnar. Svona leið dagurinn, og sójin lækkaðí svo á loftinu, að geislar hennar gátu smeygt sér inn um lága borgarhliðið, sem stóð við endann á götunni, og var skreytt með rómverskum erni. Þetta sól- skin, sem kom, þegar degi tók að halla,, var öldungis rósrautt, og eins og það væri blandað blóði, og varpaði rauðum bjarma á alt, sem á leið þess varð, jafn- óðum og það streymdj eftir mjórri göt- unni. Það málaði smíði leirkerasmiðsins engu síður en plankann, sem titraði und- an sög timburmannsins, og hvítu blæj- una, sem vafin var um höfuð Maríu. En ajlra fegurst glitraði sólskinið íi litlu vatnspollunum, sem safnast höfðu milli stóru, misbrýndu steinflísanna, sein þöktu götuna. Og alt í einu stakk Jesús hendi sinni niður í poilinn, sem næstur honum var. Honum hafði dottið í hug, að hann skyldi mála gráu fuglana sína með geislandi sólskininu, sem hafði lit- að svo fagurlega vatnið, húsveggina og alt umhverfið. Og það var eins og sól- skininu þætti það ánægjulegt og þægi- legt að láta taka. sig eins og málningu úr májningardós, og þegar Jesús rauð því yfir litlu leirfug'lana, lá það þar ró- legt og þakti þá frá kolli fram á fætur með demantsgeislandj ljóma. Júdas, sem við og við var að líta til Jesú til þess að gæta að því, hvort hann byggi til fleiri og fallegri fugla en hann, rak upp undrunar- og aðdáunaróp, þeg- ar hann sá að Jesús málaði leirgaukana sína með sólskini, sem hann tók upp úr vatnspollunum á götunni. Og Júdas dýfði líka hendinni niður í glampandi vatnið og reyndi að handsama sólskinið. En sólskinið lét hann ekki ná sér. Það rann burt milli fingra hans, og hversu fljótt sem hann reyndi að hreyfa hend- urnar til þess að grípa það, smaug það frá honum. Og honum var ómögulegt að koma minsta litarvotti á veslings fugl- ana sína. »Bíddu, Júdas,« sagði Jasús. »Ég skal koma og mála fuglana þína.« »Nei,« sagði Júdas, »þú færð ekki að snerta þá, þeir eru fullgóðir, eins og þeir eru,« Hann stóð á fætur, hleypti brúnum og beit saman tönnunum. Síðan stapp- aði hann stórum fætinuirw ofan á fugl- ana, og breytti þeim, öHum saman, í flata leirklessu. Þegar hanin hafði eyðilagt alla fugl- ana sína, gekk hann til Jesú, sem sat rólegur og strauk litlu leirfuglana sína, sem glitruðu eins og gimsteinar. Júdas horfði nokkra stund á þá þegjandi, en svo lypti hann fætinum og tróð niður einn þeirra. Kvöldvers. Fel ég nú mína unga önd ásamt lílcama í þína hönd. Einn haf þú á oss gcetu/r! Herra, gef oss, sem liéhst. á kross, hollar og góðar nætur.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.