Ljósberinn - 01.03.1936, Side 13

Ljósberinn - 01.03.1936, Side 13
LJOSBERINN 69 Þegar kóngsd,óttir vaknaði aftur, gat hún ekki áttað sig á umhverfinu. Alt va.r orðið svo breytt. I staðinn fyrir höll- ina og hin dýru húsgögn og fallega gull- kistillinn sem hún var nýbúin að eignast. bá var hún í lélegu húsi og lá þar á trébekk, og alt var þar svo fátæklegt og óvistlegt. Sjálf var hún klædd í grófan og ó- vatndaðan kjól í staðinn fyrir mjúka silkikjólinn; þjónarnir og hirðmeyjarn- ar voru burtu, en í staðinn voru þar nokkrar gargandi gæsir. Undrandi fór hún á fætur, og gekk át að litast um; hún sá að húsið stóo langt úti á landi og eingir menn bjuggu bar nálægt, og hún sá, að ef hún vildi íá eitthvað að borða, þá yrði hún að útvega sér það sjálf. I húsinu var dálítið af mjöli og smjöri, °S í fjósinu var kýr, sem baulaði hátt, °g úti í garðinum vöppuðu hænsni, svo Stella gat bæði fengið egg og mjólk, ef bún aðeins gæti hagnýtt sér ]>að, og hún akvað að gera það sem hún gæti til þess. En þetta var nú alt öðruyísi líf en það, sem hún hafði áður lifað. Hún varð að f úra snemma á fætur á morgnana til að láta út hænsnin og gassirnar, og mjólka kúna, og koma henni í haga. Hún varð að sækja vatn í brunninn og eldivið í skóginn, búa til brauð og elda matinn °g margt og margt fleira. Einu sinni safnaði hún eggjum og ■'agði af stað til kaupstaðarins, en það var langur vegur og hún var alveg upp- Sefin þegar hún komst þangað. Hún spurði fólkið í kaupstaðnum, hvort það þekti Stellu kóngsdóttur, og hvort langt væri heim til hajlarinnar hennar, en fólkið ypti öxlum og sagði: »Það fína fólk þekkjum við ekki, og það kærir sig ekki um að kynnast okk- úr, og þess vegna vijjum við ekki held- Ur neitt eiga saman við það að sælda.« En Stellu kóngsdóttur langaði svo mikið til að sjá höilina sína, svo hún lagði á stað að leita að henni; en þá vilt- ist hún, og gekk lengi, Jengi, og kom loks að gamla húsinu sínu og sá, að það mundj vera þýðingarlaust fyrir sig að reyna að finna. höllina, sína; hún dvaidi því róleg í húsinu, Svo var það einn dag, þegar hún var að sækja gæsirnar, að hún mætti gömlu konunni, sem hafði gefið henni kistilinn. »Á ég ekki að hjáJpa þér til að bera baggann þinn?« sagði SteJJa, »nú hef ég lært að vera góð og vingjarnleg, og nú er ég gæsastelpa, en ekki kóngsdóttir. Gamla konan þakkaði henni fyrir, og- Stella tók baggann, og bar hann inn í húsið, ög setti hann á borðið; gamla konan opnaði hann, og tók upp úr lion- um gujjkistilinn. »Veiztu, að það er afmælisdagurinn þinn í dag, og að þú ert orðin átján ára?« sagði konan. Stella andvarpaði; því hafði hún al- veg gleymt. »Opnaðu nú kistilinn og þá fær þú afmæjisgjafir,« sagði konan. Stella gerði, eins og henni vao.- sagt, og húsið fyltist af undarlegri móðu, en þegar hún var horfin, þá sá Stella, að hún var aftur heima í höllinni sinni. »Nú er búið að lækna þig af, þínum Ijóta vana og illa framferði,« sagði kon- an, »og nú gleymir þú aldrei því, sem þú Jærðir, meðan þú varst gæsastelpa.« En upp frá þessu var enginn betri og vingjarnlegri í öllu landinu en Stella kóngsdóttir. Börn! Hvað getið þið lært af þessu æfintýri? A: »Bifreiðin mín var einu sinni í eigu einhvers auðugasta mannsins I heiminum.s 15: »Nei, er þetta satt? Það er gaman fyri- þig. En hver er þessi auðugi maður?« A: »Það er Henry Ford, sem lét smíða hana.c

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.