Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 2
242 NÝTT KIRKJUBLAÐ. Sá jarðvegur sem manneðlið einvörðungu getur vaxið í, |>að umhverfi sem það getur dafnað í og náð fullum þroska án þess að nokkuð tálmi vexti þess, er samfélagið við guð, hina eilífu uppsprettu alls sem lif nefnist. Ágæti hins kristilega lífs er í þessu fólgið: að það leysir oss frá valdi syndarinnar og setur oss í lifandi samband við guð. Hér verður spurning á vegi vorum : Hvor þessara tveggja hliða endurlausnarinnar fer á undan hinni? hin neikvæða eða hin jákvæða? lausnin frá valdi syndarinnar eða sameiningin við guð? Spurninguna mætti einnig orða þannig: Verð ég að leysast frá syndinni til þess að geta sameinast guði? eða verð ég að sameinast guði til þess að geta losnað undan valdi syndarinnar? Hvað er hér orsök og hvað afleiðiug? Seg ekki: Þetta er ein af hinum mörgu hártogana-spurn- ingum, sem guðfræðingarnir ávalt eru að plága með sjálfa sig og aðra engum til gagns. Því skal sízt neitað, að guðfræð- ingar hafa á öllum tímum plágað sjálfa sig og aðra með fjölda ónytju-spurninga; en þetta er ekki ein af þeim. Saga kirkjunnar á öllum tímum ber þess vott, að hér er um þá spurningu að ræða, sem hefir hina mestu þýðingu fyrir kristilegt líf mannsins í reyndinni. Þess vegna verður ekki gengið fram hjá þessari spurningu. Og hér verður að rannsaka ná- kvæmlega og gæta hinnar mestu varúðar að oss skjátlist ekki. Vafalaust er oss öllum geði næst að hugsa á þá leið, að það atriði endurlausnarinnar, að hún leysir oss undan valdi syndarinnar, hljóti að fara á undan hinu, að hún setur oss i samband við guð. Það er að skilja: áður en vér syndugir menn fáum komist í samband við heilagan guð, verðum vér að endurleysast frá syndinni; svo syndugur sem ég er get ég ekki nálgast hinn heilaga né komist í samband við hann. Þannig hugsaði fornkirkjan. Þannig hugsaði miðaldakirkjan. I raun og veru hefir kirkja mótmælenda, er stundir liðu fram, komist inu á sömu hugsanabraut. Rétttrúnaðarstefnan mynd- aði kerfi sitt með hliðsjón á þessari bugsun, og heittrúnaðar- stefnan, bæði fyr á tímum og síðar, befir reynt að leiða kerfi þetta í framkvæmd í lífinu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.