Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Qupperneq 16
256
KÝTT KIKRJTIBLAÐ.
sóknarpresti sínum, er þeir ávalt hefðu haft á hinar mestu mætur.
Kirkjustjórnin hefir nú skipað biskupi að afturkalla afsetningu
prestsins, en steína honum i þess stað fyrir prófasts og sýnódalrótt
til þess að fá málið löglega útkljáð. — Síðan grundvallarlögin
öðluðust gildi hefir slíkt mál uppkomið aðeins einu sinni áður,
og varð hlutaðeigandi prestur þá að víkja úr embætti. Er helzt
búist við, að eins fari hér að lokum, þrátt fyrir leyfi dómsmála-
stjórnarinnar til skilnaðarins og hins nýja hjúskapar.
Amerika. Eins og kunnugt er, heimila lög ýmsra ríkja i
Norður-Ameríku einstökum bæjarfélögum að fyrirbjóða áfengis-
gjörð og áfengissölu ýmist að nokkru leyti eða öllu, og færa ýmsir
bæir sér það í nyt. Til þess að sannfærast um hvern þátt áfeng-
isnautn á í glæpsemi manna, þarf ekki annað en bera saman,
skýrslur um glæpi framda í þeim bæjum, er.ekkert áfengi leyfa
og hinum, sem leyfa það.
í Massachusetts-ríki hafa verið samdar og útgefnar lærdóms-
rikar skýrslur um þetta efni fyrir árið 1895; þar sést hve margir
menn hafa verið handsamaðir fyrir framin brot í hvorum þessara
bæja fyrir sig, og kemur þar í ljós, að í annars jafnstórum bæj-
um hafa hálfu færri menn verið handsamaðir þar sem ekkert áfengi
er leyft, en í hinum.
í Ameriku eru 26 bæir, þar sem öll áfengissala er samkvæmt
borgarasamþykt fyrirboðin, hvort heldur er í sölubúðum eða í
gistihúsum. Hér hefir glæpum fækkað svo, síðan áfengissalan
hætti, að ekki nær helmingi þess, er var á meðan hún var leylð.
Sameiningin, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. i Vesturhoimi.
Ritstjóri: síra Jón Bjarnason i Winnepeg. Hvert númer 2 arkir.
Barnablaðið „Börnin“ er sérstök doild i „Sam.“ undir ritstjórn sira N
Steingrims Þorlákssonar. Yerð hér á landi kr. 2,00. Fæst lijá bók-
sala Sig. Kristjánssyni i Rvik.
Siigulegur uppruni nýja testamentisins, einstakra rita þess og
safnsins í heild sinni. Höfundur Jón Helgason, prestaskólakennari
(VH.-|-879 bls. i 8°). Verð innheft kr. 3,25. Höfuðútsala hjá bókbind-
ara Guðm. Gamalielssyni.
Útgefendur: JON HELGASON og ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
Félagsprentsmiðj an.