Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 3
NÝTT KrRKJUBLAÐ. 243 Enginn skyldi furða sig á þessu. Það liggur svo nærri að hugsa svo. En það verða ýmsir erfiðleikar á málinu, sé ])að tekið á þessa leið. Ef ég verð að endurleysast frá syndinni áður en ég get komist í samband við guð — hver frelsar mig þá? Menn munu svara: Jesús. En svarið h]álpar ekki, því að guð er í Jesú; hann kemur á móti oss í Jesú Kristi. Geti ég ekki komist í samhand við guð fyr en ég er endurleystur frá syndinni, þá get eg ekki heldur komist í samband við Jesúm fyrri. Hver frelsar mig þá? Svarið getur ekki orðið neitt annað en þetta: Eg verð að endurleysast frá synd minni ýnu'st fyrir eigin kraft eða með tilhjálp annara manna. Hvert þetta leiðir, vottar kirkju- saga allra tíma nógsamlega, það leiðir til sjálfs-réttlætingar og helgivalds-þrælkunar og til sífeldrar óvissu um endurlausn vora. Hve mikið sem ég stritast við að endurleysa sjálfan mig frá synd minni, og hve mikið sem helgivaldið fullvissar mig um, að mér sé óhætt, þá liggur spurningin sífelt við ræt- ur hjartans nagandi: Má ég treysta því, að nú sé ég endur- leystur? Má ég reiða mig á, að nú sé ég í náð hjá guði? Hið örugga og ábyggilega svar fæst ekki. Maðurinn getur aldrei fengið að vita vissu sína um það, hvort hann sé nú i raun og veru leystur frá syndinni, hafi iðrast svo nœgi, beð- ið svo ncegi, tekið réttilega sinnaskiptum. Eg nefndi helgivald. Með því orði er venjulega átt við klerkavald, einkum innan grísku og rómversku kirkjunnar. Og þar sjáum vér ljósast, hvernig helgivaldið er tilkomið, hversu það skapast af þrá eftir að eiga eitthvert athvarf, þang- að sem vér getum sótt oss fullvissu um, að nú sé nóg að- gert, nú getum vér öruggir trúað á náð guðs oss til handa. Vér finnum þetta helgivald einnig innan mótmælenda- kirkjunnar; því að helgivald er alstaðar þar sem menn vilja drotna yfir sálum manna. Rétttrúnaðarstefnan skapar sitt helgivald, fulltrúa hinnar einu sáluhjálplegu guðfræði, sem segja: Þetta og þetta verður þú að álíta, annars áttu enga hlutdeild í guðs náð. Píetisminn sömuleiðis; einnig leiðtogar þeirrar stefnu segja: Þetta og þetta verd'ur þú að þekkja og taka gilt með tilfinningunni, annars áttu enga hlutdeild í guðs

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.