Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 4
244__________________NÝTT K rRK.TtJ BLAÍJ. náð. Hjá oss birtist belgivaldib ekki í bempu og kraga ein- göngu, heldur einnig í frakka og úlpu, já, einnig í pilsum. En alt helgivald á rót sína að rekja til þarfarinnar á iullgildi eða myndugleika, sem getur trygt oss endurlausn vora, fullvissað oss um, að nú só nóg aðgjört, að nú getunr vér öruggir trúað á náð guðs oss lil handa. Og ]>essi þörf vor og þrá stendur aptur i sambandi við áðurnefnda liugsun: Eg verð að vera réttilega endurleystur frá syndinni, áður en ég get dirfst að trúa á guðs náð. Með- an ég ekki ennþá er fullviss um, að ég sé leystur frá synd- inni, nægilega og fullkomlega snúinn, get ég ekki trúað því, að ég sé í náð hjá guði. „Vér ætlum, að maðurinn réttlætist fyrir trúna án verka lögmálsins", segir Páll. Og þar eru hinir ómetanlegu verð- leikar Lúters, að hann aftur uppgötvaði þennan sannleika og skildi, að einmitt þar var insti kjarni fagnaðarerindisins, og höndlaði hann sem helgasta og dýrsta hnoss sálar sinnar og brast ekki áræði til þess að benda öllum heirni á þenrían sannleika. En með þessu var bilt um hjálpræöisveginum gamla. Nú er ekki framar sagt: Kostaðu kapps um að leysast frá syndinni eins vel og þú getur, af eigin rammleik eða með tilhjálp helgivaldsins, svo að þú getir trúað því, að þú sér í náð hjá guði, heldur er nú sagt: Trú þú á guðs náð, eins og þú ert, þá muntu leystur verða frá syndinni. Því að það, að maðurinn réttlætist af trúnni án verka lögmálsins, merkir ])etta: Ef þú aðeins treystir þeirri guðs náð, sem svo fagurlega blasir við þér í Jesú Kristi, þá ertu orðinn hluttakandi í henni, hvernig svo sem högum þín- um er háttað; þú átt liana alla og óskoraða. Guð fyrirgefur þér alla synd þína og elskar þig með öllurn hinum heita föð- urkærleika sínum; þú ert barn hans. Þér er því heimilt í Jesú nafni að trúa því, að þú sért í náðarstöðu og njótir barnaréttar bjá guði, hversu sem annars kann að vera ástatt fyrir þér. Nei, segir þú. Nú mælir þú meira en þú getur staðið við; áður en ég get trúað slíku verð ég að minsta ko'sti að vera bæði andlega vaknaður, „umventur“ og endurfæddur. Því að þá fyrst er ég vcit mig í sannleika vaknaðan, umvent- an og endurfæddan, dirfist ég að trúa, að ég sé í náð hjá guði.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.