Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ.
245
Eg kannast við að þetta er algengasta skoðunin á krist-
indóminum. Þannig kennir rétttrúnaðarstefnan, og þannig
starfar heittrúnaðarstefnan.
En þetta er rangt. Væri þetta rétt, hvaða gildi hefði þá
friðþægingardauði Jesú ? Og hvaða gildi hefði þá skírnin,
sem þú varst skírður með barn?
Ekkert gildi! Hin algenga skoðun á kristindóminum er
í raun réttri greinileg afneitun bæði friðþægingarinnar og barna-
skírnarinnar.
Þú verður aldrei trúaður með þessum hætti, vinur minn.
Þú verður fyrst að vakna, segir þú. Fyr getur þú ekki
trúað. Iíver efar það? Meðan þér stendur gjörsamlega á
sama um frelsun salar þinnar, trúir þú ekki guðs náð. Það
er sjálfsagður hlutur. Hjá þér verður að vakna slík þrá eft-
ir guði, að þú óskir að verða náðar hans aðnjótandi. Það leið-
ir af sjálfu sér. En er þá ekki slík þrá vöknuð hjá þér?
Oskar þú ekki að fá að njóta náðar guðs? Vilt þú ekki
feginn verða barn hans?
Viljirðu það, jiá ert ])ú vaknaður. Hér þarf engrar ann-
arar vakningar. Viljir þú því njóta náðar guðs, þá trúðu
á náð guös; viljir j)ú vera guðs barn, þá trúðu, að jni sért
guðs barn, trúðu ])ví í trausti til Jesú.
Eg verð fyrst að taka sinnaskiftum, segir þú.
Fyrir hvers fulltingi ætlar ])ú að taka sinnaskiftum ?
Fyrir eigin fulltingi? Af eigin kröfum ætlar ])ú að iðrast
synda þinna og játa þær, biðja og glíma við gnð, afklæðast
syndinni o, s. frv., og þegar þú svo hefir gjört nóg að öllu
þessu, þá fyrst ætlar þú að fara að trúa að guð hafi fyrir-
gefið þér ? Nei, vinur minn! Það stoðar ekki, Þú verður
aldrei búinn með þeim hætti. Ekki svo i sannleika sé.
Verðir þú búinrí, svo að þú haldir, að nú hafir þú iðrast
nægilega, og beðið og barist nægilega, og þorir því aðtreysta
því, að guð sé þéf náðugur, ])á ertu — ekki endurleystur
syndari, heldur sérgóður farísei.
Ekkert það er til á himni eða jörðu, sem megnar að
vekja syndara lil sannarlegs afturhvarfs nema föðurkærJeiki
guðs í Kristi Jesú. Hanu verður að kalla þig, laða og íeiða
þig, eigir þú að verða leystur frá syndinni, svo að þú • rétti-
lega getir iðrast og afklæðst henni. En þá verður þú að