Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Blaðsíða 8
248 NÝTT KIRKJUBLAÐ. frestafundur í iSrnessýslu um tillögur kirkjumálanefndarinnar. Preatarnir í Árnessýslu (9 aí 12) áttu fund með sér að Stóra- Hrauni 29—30 ág. þ. á., aðallega til þess að ræða um tillögur kirkjumálanefndarinnar. Um allar þær tillögur hefir fundurinn sent landsstjórninni itarlegt álit sitt með raörgum breytingar- og viðauka-tillögum og yrði það of langt mál liér. Einna mest greindi fundinn á við nefndina um prestslaunamálið og ýmislegt, sem stendur i sambandi við það. Um það fórust fundiuum orð hér um bil á þessa leið (fundarálitið dregið saman og slept eiustök- um atriðum); Pundinum var það Ijóst, að kirkjumálanefudin liafði mikið og vandasamt starf á hendi, þar sem annars vegar var að reyna að ráða bót á hinu mikla ólagi, sem er að mörgu leyti á hinu ytra fyrirkomulagi kirkjunnar og sérstaklega á hinum óliæfilegu launa- kjörum prestastéttarinnar, en hins vegar að gjöra þetta með sem minstum kostnaði fyrir þjóðina. Euudurinn kannaðist fúslega við, að margar af tillögum nefndarinnar væru þarfar og viturleg- ar, en liins vegar leit fundurinn svo á, að nefndinni hefði ekki verið nægilega ljóst, hvar skórinn kreppir. Svo virðist hún og hafa lagt einna mesta áherzlu á það að firra landssjóð kostnaði, en látið hitt fremur sitja á hakanum, sem ekki getur samrýmzt við það. Sú stefna gengur eins og rauður þráður gegnum allar tillög- ur nefndarinnar að gjöra starfsmönnum kirkjunnar lægra undir höfði en öðrum opinberum starfsmönnum; t. d. eru prestum ætluð lægri laun en öðrum embættismönnum, lægri borgun fyrir auka- verk en öllum öðrum; miklu lægri umboðslaun af jörðum en uin- boðsmönnum þjóðjarða og þó meiri fjárhagsleg ábyrgð; lakari leiguliðakjör en öllum öðrum leiguliðum; próföstuin ætluð að eins litil þóknun fyrir mikið og vandasamt verk og lágir eða engir dagpeuingar, kirkjuþingsmönnuin ætlað þriðjungi lægra kaup en alþingismönnum og margfalt minni ferðakostnaður; héraðsnefndar- mönnum ætlaðir minni dagpeningar en sýslunefudarmönnum og sumum engir, o. s. frv. IÞessa stefnu gat fundurinii alls ekki aðhyizt, og vildi hann þó líta á málið með sanugirui og eigi einungis frá sjónarmiði prestanna. Ef tilveruréttur þjóðkirkjunnar er viðurkendur á ann- að borð, og ef mönpum er það fullkomin alvara að yilja ráða þót

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.