Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Side 13
NÝTT KÍRKJUBLAÐ.
253
lærdóminum verði ekki útrýmt, þá finst mér liggja í augum uppi
að fremur beri að bætta allri kverkenslu, en að innleiða trúkenslu-
bók, sem gjörir beint ráð fyrir þululærdóminum. En þótt síra
M. þykiat haía unnið fyrir gíg með tilraunum sínum, þá sannfær-
ir það mig ekki um að þululærdómurinn sé ósigranlegur. Komi
upp góðir barnaskólar viðsvegar um land með góðum kennurum,
skil ég ekki í öðru en að þetta fyrirkomulag batni smámsaman.
Hitt, að flestum börnum sé um megn að læra trúfræði öðru vísi
en utanbókar, er staðhæfing út í loptið, sem mér fiust ekki ná
nokkurri átt.
Annars er með öllu óreynt hve auðvelt hörnum verður að
læra ljóðin í ljóða-kveri síra Valdimars. Rímið eitt, hve fagurt
sem það er, nægir vissulega ekki. Hér kemur einnig sjálft efuið
til álita. Séra M. minnir á „hve mikið ljóð hafi unnið að því að
innræta trúnaíhjörtu íslendinga11. í»ví neita ég ekki, — en þau
Ijóð voru ekki rímuð trúfræði eða rimaðar lifsreglur eius og hér
er um að ræða. Það er sitt livað að læra andríka sálma, er
snerta strengi hjartans og koma við helgustu tilfinningar barns-
sálarinnar, og að læra köld og þur fræðiljóð, þótt um trúarefni
sé. Og þótt einstök þessara fræðiljóða haíi hjá höf. snúist upp
i „sálma“, t. a. m. ljóðin um eiginlegleika guðs og um friðþæg-
inguna, þá eru þeir „sálmar“ sizt þess eðlis að þeir snerti strengi
hjartans. Annars skal ég ekki deila við síra M. um skáldskapargildi
Ijóða-kversins. Hað á þar vafalaust heiina, að „sinum augum lít-
ur hver á silfrið11. í mínum augum er hér lítið um skáldskap,
hvað sem öðrum kann að virðast. Tómt rim nægir mér ekki.
Síra M. „þætti það mjög illa farið, ef kverið yrði ekki lög-
gilt“ og kveðst vita með vissu, að svo sé um ileiri. Mér þykir
leitt að geta ekki með nokkru móti tekið í sama streng, því að
ég álít miklu frernur, að það væri hið mesta glappaskot ef farið
væri að löggilda ritsmið jafn-gallaða og þessa, frá hvaða hlið sem
hún er skoðuð annari en rímsins. Eg þykist viss um, að löggild-
ingin yrði ekki til þess að styrkja þá skoðun hjá almenningi, að
hér sé um þá námsgrein að ræða, sem „varði mestu allra náms-
greina“, miklu fremur vil ég gera ráð fyrir, að það mundi af mörg-
um verða talið vottur hins gagnstæða: að hér væri um þá náms-
grein að ræða, sem litlu skipti um, úr því jafn-kynlegt, ófullkom-
ið og gallað hjálparmeðal þætti — fullgott.
Að síðustu vildi ég leyfa mór örstutta athugasemd viðvíkjandi
löggilding kversins ef til hennar kæmi (sem ég vona að ekki verði):
Er það rétt og tilhlýðilegt að löggilda slíka bók að fornspurðri
allri presta- og kennarastétt landsins? í öðrum löndum mundi