Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Side 14

Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Side 14
254 NÝTT KrRK.TTÍBLAf). slík aðferð beinlínis verða metin sem móögun við þessar stéttir. En — ef til vill þykir ekki ástæða til að taka svo mikið tillit til þeirra hér hjá oss. Eða hvað ? — — Jón Helgason. bœkur, R. A. Torrey: Kristur, biblían og vantrúin. Þýtt úr ensku. Útgefandi A. Gook trúboði. Akureyri 1906. Verð 25 aurar. Höfundur bókar þessarar er afturhvarfsprédikarinn nafntogaði dr. Torrey. Hún inniheldur tíu fyrirlestra trúvarnarlegs efnis, sem höf. hefir flutt fyrir skömrau um það efni, sem titillinn bend- ir á. Höf. flytur vörn siua af mikilli mælsku, en „sannamr" og „ástæður11 eru harla vafasamar margar hverjar og óvisindalegar. Hann er auðsæilega meiri málaflutningsmaður en vísindamaður. „Sauðsvörtum“ almenningi má ef til vill bjóða slikar „sannanir11 sem þær, er hér eru frambornar, fyrir því að ritningin sé guðs orð — spjaldanna á milli, orð fyrir orð, — en enginn ' hugsandi maður mun sannfærast af'þeim, síst sá er þekkir ritninguna. Þar er höf. bezt- ur, er hann í bókinni kðmur fram í sinni réttu mynd sem aftur- hvarfsprédikarinn og þá segist honum oft ágætlega. Mörgum smá- sögum er fléttað inn í fyrirlestrana, suraum að vísu allgóðum, en um margar þeirra iná segja, að „neistann11 vanti, eins og oft vill verða í slíkum sögum. Verð bókarinnar er lægra, í tiltölu við stærðina, en á nokkurri bók annari, sem hér hefir útkomið á þessu ári. ÞorleifurBjarnason: Mannkynssaga handa unglingum. Snið- ineftir söguágrip Jóhanns Ottosen.Reykjavik 1905. (Gf. Gamalíelsson). Þetta mannkynssögu-ágrip er verulega ágætt kver, enda sniðið eftir einhverri beztu fyrirmynd, sem völ var á, söguágripi Ottosens, sagnfiræðingsins danska, sem lézti fyrra. Efnið er mjög vel valið, nið- urskipun þess ágæt og framsetningin öll einkar ljós og við hæfi þeirra, sem kver ið er ætlað. Hvenær fáum vér ágrip af Islands- sögu, sem það verði sagt um ? Einar Benediktsson: H a f b 1 i k. Kvæði og söngvar. Reykja- ' vik 1906. Kostnaðarm. Sig. Kristjánsson. Enginn efi er á því, að þetta er sú bók, sem lengsta lífdaga á fyrir höndum allra þeirra skáldrita, er út hafakomið hórhjáossá þessu ári. Hvert erindi er liér skáldskapur, alveg óvenjulega

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.