Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Síða 15

Nýtt kirkjublað - 12.11.1906, Síða 15
255 NÝTT KIRKJtJBLAÍ) heilbrigður skáldskapur, en þungskilinn nokkuð sumstaðar, svo að talsvert verður fyrir að hafa stundum, til þess að fylgjast með. En sú fyrirhöfn er ekki fyrir gíg. Því skáldinu liggur mikið á hjarta og það sem haun segir, það segir hanu svo vel, að það festist manni ósjálfrátt i minni. 011 eru kvæðin alvarleg. 011 bera þau vott um stórauðugan anda, mikla hugsjóna-auðlegð, en mörg þeirra bera jafnframt vott um trúrækna sál, með sterkri og einlægri eilífðarvon. Slíkt má nýlunda heita meðal yngri skálda vorra. Þau þykja3t flest vaxin upp úr sliku. Sum af ljóðum þessum hafa áður verið prentuð hingað og þangað, en meiri hluti þeirra kemur hér í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir. Oss þyk- ir líklegt, að ljóðabók þessari verði vel tekið af öllum skáldskap- ar-vinum hér á landi; hún á það fyllilega skilið. Slíkar bækur koma ekki út á hverju ári. flftan úr heimi. Danmörk. „Skaarup-hneykslið11 nefna margir mál eitt, sem mjög mikið hefir verið rætt um í sumar og er svo vaxið, að prest- ur nokkurí Skaarup, Sörensen að nafni, hatði sótt um leyfi til að skilja við kouu sina, sem verið liefir brjáluð 18 ár og er af lækn- um talin ólœknandi, og kvænast að nýju, og hefir nú að leyfinu fengnu gengið í nýtt hjónaband. Hafði hann áður talað við biskup sinn, Balslev í Oðinsvé, um málið og biskup tjáð honum að slíkt atferli mundi varða hann embættismissi, eins þótt dóms- málaráðaneytið veitti leyfið, með því að guðs lög sem banna hjóna- skilnað.væru æðri mannalögum, og það væri að minsta kosti með öllu ósamboðið manni í prestsstöðu að skilja við konu sína, ekki síst eins og á stæði hér að konan væri sjúk; kristileg skylda prestsins byði honum að bera sjúkdóm konu sinnar eins og annan kross, sem Drottinn hefði á hann lagt, enda væri ekki óhugsandi að konan gæti læknast af sjúkd ómi sínum, þrátt fyrir allar lækna-yiirlýsingar. En prestur vildi ekki láta skipast við orð biskups og kvæntist að nýju, er leyfi var fengið til þess. Biskup þar á móti stóð við sitt og sendi presti afsetningarbréf. Áður hafði brot af söfnuðinum kært prest fyrir kirkjumálastjórninni, lýsandi yfir því, að þeir gætu ekki unað slík- um sálusorgara,en þetta og afsetning biskups varð til þess að meiri hluti sóknarmanna skrifaði kii’kjumálastjórniuni, andmælti kærunni og aðgjörðum biskupsins og heimtaði að fá að halda

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.