Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAf). Í47 ast í hendur og skipast í rétta bróður-fylkingu og i kœrleika meta og virba mismunandi stefnur og skoðanir. Þar mundu menn bera fult traust bvor til annars, leiðbeina hvor öðrurn, áminna og leiðrétta hvor annan með bógvœrð og slillingu. Dagurinn mundi ekki endast ef draga œlti upp fullkomna mynd af því jijóðlífi, sem grundvallað væri á sönnum kær- leika til guðs og manna, — ef lýsa aotti út í æsar, bve auð- velt löggjafarstarfið yrði í sliku landi, pví kærleikurinn þarf ekki á mörgum ytri lögum að balda, — hve létt yrði öll lög- gæzla, þvi kærleikurinn brýtur ekki lögin; —bve auðugt slíkt þjóðfélag yrði að fé og tækjum til nytsandegra framkvæmda í þarfir fósturjarðarinnar, því að kærleikurinn er fús til að leggja sig og sitt i sölurnar, og taka nærri sér, til þess að öllum líði vel; — i stuttu máli: hvílík gagngjörð breyting mundi á öllu verða, á lifi þjóðfélagsins í heild sinni og lífi einstaklinganna, ef meginþorri þjóðarinnar, bæði leiðtoga hennar og alþýðunnar, væri gagnsýrður af kærleiksanda Krists og lifði lifi sínu i lifandi trú og lotningarfullum ótta Drottins, með opnum augum fyrir öllu þvi sem fagurt er, háleitt og göfugt. Sannur og lifandi kristindómur megnar einn að skapa þelta, eins og líka hann einn niegnar að skapa sannarlegt frelsi, sanna gleði og farsæld, frið og líf og framfarir, þar sem honum er lofað að ná reglulegum tökum á mönnunum. Eg tala hér ekki um litilsigldan. hálfvolgan kristindóm eða óþroskaðan, eins og bann kemur í Ijós hjá mér og mörgum öðrum, sem þó viljum vera kristnir og lærisveinar Jesú Krists, en höfum ekki það þrek eða þá sjálfsafneitun, sem þarf lil |)ess, að trú vor beri þá ávöxtu, sem hún á að beraoggetur borið, heldur tala eg um lifandi og kröftugan, hræsnislausan og alvarlegan kristindóm, sem leitar betur og einlægar en vér eftir því að lifa fullkomlega fyrir guðs augliti, í krafti og sannleika. Þetta er takmarkið, sem vér eigum að stefna að, ef vér viljum að þjóð vor verði í sannleika hraust og dugmikil og sigursæl. Þetta eigum vér að brýna fyrir sjálfum oss fyrst og fremst og síðan fyrir öðrum með guð fyrir auguin, því þetta eru „þær tilskipanir, setningar og boðorð, sem Drottinn vor guð hefir boðið oss og þjóð vorri að læra og breyta eftir í landinu því, sem vér nú erum á leiðinni til að eign- ast aftur.“

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.