Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Side 4

Nýtt kirkjublað - 12.07.1907, Side 4
148 NÝTT KIKRJÍjBLAÖ. Vér stöndum nú á afar merkilegum tímamótum í sögu þjóðar vorrar; ég hygg, að hjörtu allra Islendinga titri at eftirvæntingarinnar óþreyju, að von og kvíði heyji stríð í brjósti hvers einasta ættjarðarsonar. Og augu allra lands- manna mænanú til yðar, þér fulltrúar þjóðar vorrar! og bæn- ir allra trúaðra manna stíga upp i himininn fyrir yður og starfi yðar á þessu sumri. Þér eigið vandaverk fyrir hönd- um og án drottins hjálpar megnið þér ekki að leysa það af hendi svo vel verði. Snúið yður því til miskunnandi guðsog sækið til hans, sem elskar oss og þjóð vora, alla krafta, all- an vísdóm og standið fast saman með guð fyrir augum. Sleppið öllum röngum metnaði úlfúð og tortrygni; minnist þess að augu guðs vaka vfir þingsölunum og horfa inn í hjörtu yðar og vega með réttlæti alt, sem þér hugsið og segið. Segið þá ekkert, né gjörið og hugsið, sem er á móti guðs heilaga kær- leiksvilja, því að ]>að er um leið á móti sannri hagsæld og frelsi og blessun ]>jóðar vorrar- Setjið alt yðar traust til liins eilífa konungs á himnum, því þá mun hann efna fyrirheit sín fyrir sinn eingetinn son, sem er talsmaður vor hjá föðurn- um. Haldið svo beint áfram er þér hafið helgað yðar hjörtu og hreinsað yðar samvizku, að hinu rétta takmarki eftir þeirri náð, sem almáttugur guð vill gefa yður, ef þér reyriist trúir. Og eins og þér hafið komið í þetta hús til þess með þvi að sýna, að þér viljið byrja með guði starf ykkar, svo gang- ið líka héðan aftur til þingsalanna minnugir orða drottins er hann segir: „Ileyi- þú ísrael, — heyr þú íslenzka þjóð, heyr þú stjórn lýðsins og löggjafar]>ing, — drottinn vor guð er sá einasti guð, og þessi orð, sem ég hefi lagt fyrir ]>ig i dag, skaltu leggja á hjartað!“ Guð gefi yður og oss öllum náð fil þessa, svo að vér fáum eignast land vort, svo að þjóð vor megi lengi lifa, manntal hennar verða sem mest, blómgun, hagsæld og blessun, frelsi, heiður, sigur og sómi megi verða hlutskifti vort, barna vorra og allra niðja i samtíð og framtíð, alla þjóðarinnar æfi daga. Amen.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.