Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.07.1908, Blaðsíða 4
164 NÝTT KTRKTUBLAÐ um trúbrögðin, vekja skilning manna, svo að þeir sjái hve mikils virði trúin er fyrir einstaklinginn. — Fyrir mitt leyti álít eg efann réttmœtan í tnibragðaefn- um, eins og í öðrum efnum, þar sem ekki er fengin reynslu- vissa fyrir sannleikanum. Svo kemur annar, og segir þetta villu og guðleysi. Eg kippi mér ekki upp við það, og eg get virt sannfæring lians. Sá er munurinn, að eg get rétt hon- um höndina til bróðurlegrar samvinnu, en hann vill engin mök við mig hafa, og álítur mig vera af öðru sauðahúsi. Eg vil ekki stæla hann upp til ofsalegs mótþróa, vil tala með stillingu og gætni, en halda þó fast við sannleikann. Umburðarlyndi er afarnauðsynlegt, þar sem um trúbrögð er að ræða. Afstaða vor til málefnisins sýnir oss bezt nauð- syn umburðarlyndisins. Hér er að ræða um úrlausn þess efnis, sem að líkindum verður jafnan að nokkru leyti í ó- vissu. Ef eg hefði verið vel settur, mundi eg hafa fengist tölu- vert við bibliurannsóknir. En hvað getur maður gert uppi í sveit í hálfgerðu basli og í illum og óhentugum húsakynnum? Og það sem verst er, að hafa engan til að tala við, sem það mál ber fyrir brjósti. Ritgerðir séra Jóns Helgasonar um rannsóknir Gamla testamentisins kveiktu hjá mér áhuga í þessu efni, en eg sat nokkur ár ráðalaus og hugsi. Svo kom hér Þjóðverji einn, prófessor. Við áttum tal um þetta efni, og hann benti mér á aðgengileg þýzk rit, og síðan hefi eg lesið af kappi. Mér finst að trúarlegur ábugi minn hafi vaxið en ekki þorrið við þennan lestur. Efasjúkur maður hefi eg verið frá upphafi, en nú virðist mér að trú mín hafi fengið ábyggilegri grundvöll. Eiidæg leit sannleikans hefir hjúlpað mér út úr völundarhús- inu. Skyldi ekki geta verið að svo væri um fleiri? En þú spyr: Kemurðu með þessar nýju skoðanir þínar í stólræðum þínum? Því má svara bæði neitandi og játandi. Ekki má hneyksla, og skoðanir manna í þessum efnum eru svo afarmisjafnar, að hér verður að fara vaidega. Eins er hitt, að þekkingu útheimtist fil þess að gela réltilega metið sannleiksgildi kenningarinnar. Það er nauðsynlegt að byggja upp aftur um leið og rifið er niður. Það má ekki fara óðara að því að rífa niður, en hægt sé að byggja af nýju. Hins

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.