Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ _______ ___31 4. ef ekki eru kosnir reglulegir fulltrúar úr hverju prófasts- dænii, veiður ekki hægt aö segja að niðurstaða fundar- ins sé samkvæm vilja þjóðarinnar. Ef aftur á móti safuaðarfundir í vor gætu látið safnað- arfulltrúana vita vilja sinn áður en á héraðsfund kemur, og jieir svo í samráði við preslana geta þar kosið fulltrúa á kirkjufundinn, er haldi fram jieirra stefnu, ])á finst mér öllu horfa öðru vísi við Og boði biskups hlýða etlaust allir í jiessu. Tíminn virðist einnig vera nægur — Þá ælti alt að stranda á peningaleysi. En þvi trúi ég ekki fyrri en ég tek á. Því margir fulltrúar mundu fara fyrir alls ekki neitt og svo ættu einhver ráð að vera með að safna 50— 100 kr. úr prófastsdæmi lil þess að styrkja þá fulltrúa lil fararinnar sem lengst ættu að sækja, og sízt þyldu að leggja út fé úr eigin vasa. En svo er ég heldur ekki fariun að trúa því, að alþingi vilji ekkert leggja til slíks fulltrúafundar fyrir kirkjuna. Það jmál hefir aldrei verið borið undir alþingi. Alt annað nð veita fé eitt skifti til sliks fundarhalds, eða veita fé til kirkjuþings annað eða jn'iðja bvert ár Eg hefi í böndum lagafrumvörp getin út í Kristjaníu 1908, um skipun hinnar norsku þjóðkirkju Þar er eitt frumvarpið um að stefua saman kirkjufnndi ei1 samþykki stjórnarskipunarlög (forfatningslov) fyrir hina norsku þjóðkirkju Þar er œtlast til að ríkið beri allan kostnað af |)essu fyrsta kirkjuþingi, sem á að vera frumlagaþing („konstituerende forsamling"). í þeirri bók finst ýmislegt gott lil athugunar. Yfirleitt horfir málið jmnnig við frá mér: 011 þjóðin fær gegnum blöðin og á annan hátt að vita, að nýtt er á seiði í kirkjumálum, er til breytinga hlýtur að leiða áður langt líður. Þá er mikilsvert að þjóðin skilji, að það er fyrir hana, ekki fyrir prestana eina, sem breyta á, og að þjóðin, söfnuðirnir í heild sinni, fái traust til þess fundar, er ætti að undirbúa nýtt tímabil fyrir kirkju vora. Þess vegna álit ég að æskilegt sé að fundurinn sé ekki að eins prestafundur, heldur fulltrúa-fundur fyrir land alt. Þjóðin vill fá að ráða í þessu sem öðru. Það er krafa tímans.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.