Nýtt kirkjublað - 01.02.1909, Blaðsíða 10
34 XÝTT KIRK.TUBLAÐ
eymdar og andlegs danða. Guði er enginn hlutur ónicigu-
legur, — <juð getur alt\ Þessi hugsun logaði sem skært ljós
í sá)u hans í öllu hans liíi Hún gaf honum hug og djörf-
ung til að leggja hönd á plóginn án jiess að horfa aftur.
Hún gerði honum mögulegt ab ávarpa lærisveina sína að
skilnaði jiessum mikilfenglegu orðum: „Alt vald er mér gefið
á liimni og jörðu, farið ])\'í og gerið allar þjóðir að lærisvein-
um !“ -— „aliar þjóðir“, segir hann, hvorki meira né minna
en allar jijóðir. Jörðin á að umhrejdast i guðs ríki. Það er
til síðustu samvistarstundar takmarkið háleita og heilaga, sem
lærisveinarnir mega aldrei missa sjónar á. —
Hver dirfist að neita því, að það sem ómögulegt var
fyrir manna sjónum, — hafi reynzt mögulegt? Guðsrikis-fræ-
kornið, sem Jesús sáði hér á jörðu, hefir vaxið ogþroskast. Guðs-
ríki hefir síðan holdsvistardaga Jesú sífelt verið að yaxa og fær-
ast út yfir jörðina, og enn er ]>að að breiðast út fyrir kraft
Krists anda. Breytingin, sem orðið hefir i heiminum siðan er
Jesús hóf slarf sitt, er svo mikilfengleg, að henni verður naum-
ast með orðum lýst. Fátækir og ómentaðir lærisveinar Jesú
hafa unnið þau stórvirki í veraldarsögunni, að iill heimsmenn-
ingin stendur í óbætaulegri þakkarskuld við ])á. Þúsunda þús-
undir víðsvegar um heiminn blessa minningu þeirra, — þús-
unda þúsundir, sem ekki vilja vita sér neitjt til sáluhjálpar
nema Jesúm Krist, og hann krossfestan, — og þekkja ekkert
viðfangsefni háleitara og eftirsóknarverðara en að feta í fót-
spor lians — breyta eftir honum. Fagnaðarerindi Jesú hefir
á ótal vegu göfgað, umskapað og endurnýjað mannlífið, —
réttlæti, friður og fögnuður liefir ávalt myndað föruneyti þess.
Það hefir kent heiminum að iðka mannúð og miskunnsemi.
Það hefir gróðursett á jörðu hina háleitu bróðernÍK-liIfinningu
— að vér erum allir bræður, allir börn eins og sama föður,
og þessi tilfinning ryður sér sífelt meir og meir til rúms í
heiminum.
Það er óhætt urn, að veraldarsagan þekkir engan áhrifa-
mann slíkan sem Jesúm, hvað þá honum meiri, engan sem
hefir unnið heiminum annað eins gagn og liann, engan sem
gefið hefir heiminum neitt jafngöfugt og háleitt til að elska,
til að trúa á, til að berjast fyrir, sem hann. Enginn hefir
gjört eins marga menn hamingjusama eins og hann; enginn