Nýtt kirkjublað - 15.02.1909, Qupperneq 3

Nýtt kirkjublað - 15.02.1909, Qupperneq 3
NÝ"TT KraKJURLAÐ __ _ 43 Nærri nui geta, að mörgum rétttrúuðum manni hafi of- boðið að sitja undir þessari játningu forstöðumanns presta- skólans. Það var blátt ófram átakanlegt — segir présturinn — að sjá þau áhrif, sem ummæli ])essi höfðu á leikmennina. Með ])essu, sögðu þeir að grundvellinum væri kipt undan trú þeirra. Hér mætti sjá sýnishorn hinnar nýju guðfræði. Upp- risa drottins væri strikuð út úr biblíubókinni. Söfnuðurinn væri sviftur sinni barnatrú, trú jieirra sælu forfeðra, sem hefði verið þeirra stoð og styrkur í lífinu, og athvarf í dauðan- um. — Ymsir prestanna tóku í sama strenginn: Fyiir ein- staka væri það ekki óhugsandi að fleyta sér á sinni hjartatrú og hinni nýju guðfræði. En fyrir söfnuðinn væri slíkt ekki í mál lakandi. Hann yrði að standa á föstum sjálfgildum grundvelli. — En nýja guðfræðin leysir alt upp í ])okukenda hugrænu Leikmenn voru mjög sárir og viðkvæmir. En á öllum var það auðskilið að skilnaður yrði ]ieim óbærilegur. Sá sem orð hafði fyrir peim sagði meðal annars: Vér leikmenn skilj- um yður ekki. Getið þér ekki rétt oss hendur yðar? Getið þér ekki horfið frá þessari villu? Bezt væri að guð gæti sannfært vorn kæra bróður Roy. Vér tökum svo nærri oss að eiga ekki trúarsamfélag við vora ástkæru bræður o. s. frv. Það leyndi sér ekki, að ábyrgðin var gífurleg er féll á bræður hinnar nýju stefnu. Og þeir könnuðust líka við]>að: „Eg hefi haft guð í ráðum“, sagði forstöðumaður skólans. „Eg hefi beðið hann að taka írá mér mína sannfæringu til að geta verið sammála bræðrum mínum. En guð hefir ekki viljað það.— Ekkert megnuin vér móti sunnleikanum og samvizkunni. Vor skiln- ingur á heilagri ritningu er guðs handleiðsla. Móti handleiðslu guðs getum vér ekki staðið. — Og hversu sárt sem það tekur oss að slíta trúarsambaudinu við yður, íær það þó ekki haggað vorri sannfæringu. — En vér verðum að trúa því, að þótt þér ekki getið fallizt ú skoðun vora, geti hún, þá er guðs ttmi er kominn, orðið söfnuðinum til blessunar. — Guð hefir leitt mig gegnum mikla innri baráttu á þær trúnrstöðvar, sem ég stend nú á, og mér þykir það ósennilegt, að ég, nú 50 úra gamall, breyti skoðun minni. Hér er ég, visaðu mér leiðiua, drottinn.11 Þannig hljóðaði hið viðkvæma svar hinnar yngri stefnu, —

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.