Nýtt kirkjublað - 15.02.1909, Qupperneq 7

Nýtt kirkjublað - 15.02.1909, Qupperneq 7
ÍsTÝTT KIRK.TUBLAÐ 47 Jpóndinn d jlrauni. Kaflar úr tveim bréfum frd Br. J. frá M. N. „Bóndann á Hrauni“ he(i eg nú lesið. Og þar sé eg sljó- skygni mína. Eg á bágt með að sjá, í hverju hann er svo að- dáanlegur, sem af er látið. Eg leitaði að „rauða þræðinum11 í hon- um, og komst loks að þeirii niðurstöðu, að hann ætti að sýna sveitalífið og forlög þess: SveinuDgi ætti að vera ímynd sveita- bóndans, en lýsingin æði svartsýn. Hann raunar duglegur í bú- skap, en að öðru leyti gallagripur, heimskur og hrottalegur sjálf- birgingur, og verri en trúlaus. Og loksins drepur haon sig af oímikilli ættjarðarást. Eg skrifa ekki undir neitt af þessu sveitalífsins vegna. En eitt er eftir: Haun elur barn sitt svo upp, að það lærir ekki að skeyta neinum vilja nema sínum, og þar af leiðandi elskar foreldr- ana að eins vegna sin, en fer frá þeim, þegar mentunar-liturinn í líki Sölva — Helgasonar, án efa — ginnir út á þá glapstigu að eyða, en framleiða ekki, sýnast en vera ekki. Þessi saga er ljót! En hana verð eg nauðugur, viljugur að skrifa undir, því hún er „móðins" á vorum dögum og er áhyggjuefni. Ef leikuriun fletti nógu Ijóslega ofan af þessu, þá væri hann þarfur — þrátt fyrir alt. Síðan hefi eg hugsað betur um leikinn, og er nú komiun að þeirri niðurstöðu, að tilgangur hans muni vera aðvaranir, nefnilega að sýna fram á þetta þrent og vara við þvi: 1. Hver sem ekki iítur upp til guðs, má búast við uiðurlæg- ingu: — Ógæfu í einhverri rnynd. 2. Hver sem elur börn sín upp án þess að kenna þeim sjálfs- afneitun, má búast við að þau síðar afneiti skynsamlegum ráðum haus og knýjandi þörfum hans, og í einu orði, öllu nema dutl- uugum sínum. 3. Hver sem gerir það að markmiði lífs sius, að leita gleð- innar sjálfs sín vegna, fer á mis við hana. — Það má nærri geta að dauði Sveinunga hefir kipt stoðinni undan gleði Ljótar —. Sá gallinn finst mér samt á, að þetta er alt svo óljóst í leiknum, tið hann þarf skýringar, ef alþýða á að skilja hann. Eg veit ekki, hvort eg skil hann rétt'?

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.